Handbolti

Fínn leikur Ágústs Elís dugði ekki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður.
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður. Ribe-Esbjerg

Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Hvorki Elvar Ásgeirsson né Arnar Birkir Hálfdánsson léku með Ribe-Esbjerg.

Gestirnir í Ribe-Esbjerg voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en í þeim síðari sneru heimamenn dæminu við og unnu eins marks sigur, lokatölur 31-30. Ágúst Elí varði 15 skot í leiknum og var með 35 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 18 stig eftir 20 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×