Handbolti

Leik KA og Vals flýtt um hálftíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og félagar eru á stanslausum ferðalögum þessa dagana.
Björgvin Páll Gústavsson og félagar eru á stanslausum ferðalögum þessa dagana. Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Leik KA og Vals í Olís deild karla í handbolta í kvöld hefur verið flýtt til 17.30.

Handknattleikssambandið sendi frá sér fréttatilkynningu í dag um að ákveðið hafi verið að flýta leiknum um hálftíma vegna veðurs.

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hafði áður gagnrýnt KA fyrir að vilja ekki færa leikinn fram til að auðvelda Valsmönnum ferðalagið.

Valsliðið er nýkomið heim frá Þýskalandi þar sem liðið spilaði við Flensburg í Evrópudeildinni.

Það voru hins vegar veðurguðirnir sem kölluð á þessa breytingu. Valsmenn eru lagðir af stað en leiknum var flýtt vegna veðurspár í von um að þeir geti keyrt heim í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×