„Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2023 08:01 Aron Rafn og hjálmurinn góði. Sá kom að góðum notum í leiknm á fimmtudag. Stöð 2 Aron Rafn Eðvarsson var mættur aftur í mark Hauka í Olís deild karla í handbolta eftir 11 mánaða fjarveru fjarveru vegna höfuðmeiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn aftur á völlinn og er nú betur varinn en áður. Sem betur fer því hann fékk skot í höfuðið í leik Hauka og Stjörnunnar á fimmtudagskvöldið var. „Bara spenntur, kannski full spenntur fyrstu mínúturnar í þessum leik en náði aðeins að róa taugarnar og gaman að vera búinn að klára þetta, taka skrefið. Þetta var bara geggjað,“ sagði Aron Rafn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla“ „Nei, eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti. Er búinn að vera rosalega mikið í kringum þetta, í markmannsþjálfun og í kringum bolta svo ég fann aldrei þessa hræðslu. Held það væri tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla. Ég var ánægður að hafa tekið þetta skref og er ánægður með að halda áfram,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvort það væri einhver ótti miðað við það sem á undan væri gengið. Aron Rafn er þó vel varinn þegar hann stendur í marki en hann spilar með hjálm ekki ósvipaðan þeim sem knattspyrnumarkvörðurinn Petr Čech spilaði lengi vel með eftir að hafa lent í skelfilegum höfuðmeiðslum. „Þurfum að vernda markverðina“ „Smá yfirlýsing. Þetta er búið að vera mikið í umræðunni, mikið af höfuðhöggum og margir að detta út. Mikið af markmönnum sem eru búnir að detta út. Upp á síðkastið eru margir markmenn í Danmörku til dæmis að spila með svona hjálma.“ „Langaði að sýna að þetta skiptir máli. Ég væri til í að þetta væri skylda. Við þurfum að vernda markverðina. Þurfum að sýna þeim virðingu. Það eru að koma skotum í hausinn og þá er um að gera að vera með eitthvað til að verja þá. Það eru til margar rannsóknir sýna fram á að hjálmurinn hjálpi, ég trúi þeim.“ Aron Rafn segir hjálminn ekki vera til trafala.Stöð 2 „Er búinn að vera með þetta á öllum æfingum, alltaf. Eina sem er vont en kannski gott fyrir samherjana er að ég á erfiðara með að rífa kjaft, þess vegna er ég með þetta laust núna,“ sagði Aron Rafn og hló. Sem betur fer var Aron Rafn með hjálminn í gær því Haukar fengu á sig vítakast sem fór ekki betur en svo að andstæðingurinn smellti boltanum í höfuðið á Aroni. Goalkeeper Aron Rafn Edvardsson who hasnt played handball for a year because of serious after effects of head throws , returns on the court tonight with a helmet and receives a penalty throw to the head! Thankfully he is ok. #handball pic.twitter.com/3ARRz1ifz7— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 9, 2023 „Það var smá misskilningur hjá Starra [Friðrikssyni] þarna, hann missti boltann að hans sögn. Ég er í marki og mátti alveg búast við því að fá boltann í hausinn. Menn eru bara að reyna skora og þetta var óheppilegt. Ég get ekki kvartað yfir því að liðið mitt hafi ekki bakkað mig upp. Var mjög ánægður með það.“ „ Sá að það var enginn ásetningur í þessu hjá Starra. Fyrir svona tíu árum hefði ég sennilega hjólað í hann en maður eldist og er með smá reynslu.“ „Einn dagur í einu, þetta leiðinlega“ „Ég er klárlega kominn yfir ákveðinn hjalla. Margt eftir, formlega og svona. Að spila 45 mínútur í gær var mögulega 15 mínútum of mikið, ég veit það ekki. Ég byrjaði að standa í marki milli jóla og nýárs. Er búinn að standa í marki í tæplega sex vikur en tökum bara einn dag í einu, þetta leiðinlega. Ég er að stefna á að klára þetta tímabil og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði hinn 33 ára gamli Aron Rafn að lokum. Klippa: Aron Rafn um endurkomuna: Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira
„Bara spenntur, kannski full spenntur fyrstu mínúturnar í þessum leik en náði aðeins að róa taugarnar og gaman að vera búinn að klára þetta, taka skrefið. Þetta var bara geggjað,“ sagði Aron Rafn í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla“ „Nei, eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti. Er búinn að vera rosalega mikið í kringum þetta, í markmannsþjálfun og í kringum bolta svo ég fann aldrei þessa hræðslu. Held það væri tilgangslaust að standa í marki ef það væri einhver hræðsla. Ég var ánægður að hafa tekið þetta skref og er ánægður með að halda áfram,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvort það væri einhver ótti miðað við það sem á undan væri gengið. Aron Rafn er þó vel varinn þegar hann stendur í marki en hann spilar með hjálm ekki ósvipaðan þeim sem knattspyrnumarkvörðurinn Petr Čech spilaði lengi vel með eftir að hafa lent í skelfilegum höfuðmeiðslum. „Þurfum að vernda markverðina“ „Smá yfirlýsing. Þetta er búið að vera mikið í umræðunni, mikið af höfuðhöggum og margir að detta út. Mikið af markmönnum sem eru búnir að detta út. Upp á síðkastið eru margir markmenn í Danmörku til dæmis að spila með svona hjálma.“ „Langaði að sýna að þetta skiptir máli. Ég væri til í að þetta væri skylda. Við þurfum að vernda markverðina. Þurfum að sýna þeim virðingu. Það eru að koma skotum í hausinn og þá er um að gera að vera með eitthvað til að verja þá. Það eru til margar rannsóknir sýna fram á að hjálmurinn hjálpi, ég trúi þeim.“ Aron Rafn segir hjálminn ekki vera til trafala.Stöð 2 „Er búinn að vera með þetta á öllum æfingum, alltaf. Eina sem er vont en kannski gott fyrir samherjana er að ég á erfiðara með að rífa kjaft, þess vegna er ég með þetta laust núna,“ sagði Aron Rafn og hló. Sem betur fer var Aron Rafn með hjálminn í gær því Haukar fengu á sig vítakast sem fór ekki betur en svo að andstæðingurinn smellti boltanum í höfuðið á Aroni. Goalkeeper Aron Rafn Edvardsson who hasnt played handball for a year because of serious after effects of head throws , returns on the court tonight with a helmet and receives a penalty throw to the head! Thankfully he is ok. #handball pic.twitter.com/3ARRz1ifz7— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) February 9, 2023 „Það var smá misskilningur hjá Starra [Friðrikssyni] þarna, hann missti boltann að hans sögn. Ég er í marki og mátti alveg búast við því að fá boltann í hausinn. Menn eru bara að reyna skora og þetta var óheppilegt. Ég get ekki kvartað yfir því að liðið mitt hafi ekki bakkað mig upp. Var mjög ánægður með það.“ „ Sá að það var enginn ásetningur í þessu hjá Starra. Fyrir svona tíu árum hefði ég sennilega hjólað í hann en maður eldist og er með smá reynslu.“ „Einn dagur í einu, þetta leiðinlega“ „Ég er klárlega kominn yfir ákveðinn hjalla. Margt eftir, formlega og svona. Að spila 45 mínútur í gær var mögulega 15 mínútum of mikið, ég veit það ekki. Ég byrjaði að standa í marki milli jóla og nýárs. Er búinn að standa í marki í tæplega sex vikur en tökum bara einn dag í einu, þetta leiðinlega. Ég er að stefna á að klára þetta tímabil og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði hinn 33 ára gamli Aron Rafn að lokum. Klippa: Aron Rafn um endurkomuna: Eins skrítið og það hljómar þá var ekki mikill ótti
Handbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Sjá meira