Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnu­menn á­fram með minnsta mun

Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli.

Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel

Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest.

Elvar Örn frá­bær í sigri Melsun­gen

Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk í sigri Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach töpuðu heima fyrir Hannover.

Bene­dikt Gunnar ó­brotinn

Benedikt Gunnar Óskarsson meiddist í blálokin á leik Vals og Ystad í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöldi, þriðjudag. Óttast var að leikmaðurinn gæti verið ristarbrotinn en svo er ekki.

„Við getum sjálfum okkur um kennt“

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, sagðist vera grautfúll eftir þriggja marka tap liðsins gegn Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32.

„Mér finnst það léleg afsökun“

Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun.

„Þetta er bara eitt­hvað eitt at­riði“

Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var skiljanlega svekktur eftir tap liðsins gegn Gróttu í Olís deild karla. Leikurinn stál í stál allt þangað til undir lokin þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og vann í kjölfarið þriggja marka sigur í Breiðholti, 25-28.

Valsmenn án lykilmanna á morgun

Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Segir Gísla og Ómar Inga tvo af fimm bestu leikmönnum heims

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi leikmaður Magdeburg og þýska handboltalandsliðsins, sparaði ekki hrósið í garð íslensku landsliðsmannanna hjá Magdeburg eftir sigurinn á Füchse Berlin, 31-32, í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

„Þetta er ekkert sem Valsararnir geta ekki mætt“

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á línunni hjá hlaðvarpi Seinni bylgjunnar á dögunum þar sem hann ræddi meðal annars um viðureign Vals og Ystads sem framundan er í Evrópudeildinni í handbolta.

Lovísa í norsku úrvalsdeildina

Landsliðskonan Lovísa Thompson er genginn til liðs við norska úrvalsdeildarfélagið Tertnes. Lovísa er samningsbunin Val, en verður á láni hjá norska félaginu út tímabilið.

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Aron skoraði tvö er Álaborg tyllti sér á toppinn

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Álaborg er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 32-24. Með sigrinum komu Aron og félagar sér á topp deildarinnar.

„Finnst mjög gaman þegar hann skorar svo við erum saman í þessu“

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari handboltaliðsins Kadetten Schaffhausen í Sviss, ræddi við Stefán Árna Pálsson og Ingva Þór Sæmundsson í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar nýverið. Fór hann yfir víðan völl en helsta umræðuefnið var hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson og markagræðgi hans.

Viktor Gísli kosinn efni­legasti mark­vörður heims

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum.

Þriggja marka sigur Vals dugði ekki

Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.

Sjá næstu 50 fréttir