„Mér finnst það léleg afsökun“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 14:01 Snorri Steinn segir Valsmenn ekki geta falið sig á bakvið álag. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á liði Vals sem verður án sterkra pósta er liðið mætir Ystad í Evrópudeildinni í handbolta klukkan 19:45 í kvöld. Þjálfari liðsins segir álag og þreytu vera enga afsökun. Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Valsmenn hafa spilað afar þétt síðustu mánuði þar sem þeir hafa spilað að jafnaði Evrópuleik í miðri viku og deildarleik hverja helgi. Þeir léku til að mynda á Ísafirði og Vestmannaeyja á milli leikja í Frakklandi og Ungverjalandi. Þrátt fyrir álag hafa þó haft gaman af. „Þetta er búið að vera þétt prógramm og menn finna alveg fyrir því. En á sama tíma er þetta ótrúlega skemmtilegt og við græðum allir mjög mikið á þessu. Þetta er frábær hópur af mönnum sem er með manni í þessu,“ segir Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður Vals. Klippa: Álag engin afsökun hjá Valsmönnum Aumt að tala um þreytu Valur missti niður sigurstöðu gegn bæði Ferencvaros og PAUC í síðustu tveimur leikjum sínum. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, vill þó síður kenna álagi um. „Það getur vel verið að þreyta sé skýring en mér finnst bara aumt að tala um það. Mér finnst það léleg afsökun. Ég vil frekar bara segja að við þurfum að gera hlutina betur. Ef við erum þreyttir þurfum við bara samt að gera hlutina betur,“ segir Snorri Steinn. Snorri Steinn staðfesti í gær að þeir Magnús Óli Magnússon, Róbert Aron Hostert og Bergur Elí Rúnarsson verði allir fjarverandi í kvöld. Þá eru þeir Alexander Örn Júlíusson, Tjörvi Týr Gíslason og Stiven Tobar Valencia allir laskaðir, en þó í hóp kvöldsins. „Þetta snýst um stigin og að vinna leikina. Auðvitað eru menn laskaðir og þreyttir og ég ætla ekkert að draga úr því en það er ekki hlutur sem við eigum að halla okkur upp að heldur frekar að finna út úr því hvernig við náum að loka leikjunum, verandi þreyttir,“ segir Snorri. Lið með góða blöndu hæðar og hraða En hverju má búast við af sænska liðinu og hvað þarf að varast? „Handbolti er ekkert svakalega frábrugðinn frá liði til liðs. Þetta eru tveggja metra gaurar og þungir, samt er dýnamík í þeim og góð blanda. Þeir eru með hávaxnar, miklar skyttur á meðan miðjumaðurinn er lítill og snöggur, smá Benna-týpa [Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals],“ segir Snorri Steinn. „Sex-núll vörn og góður markvörður, það virðist ekki skipta máli í hvaða liði þessir sænsku markmenn eru, þeir eru bara allir góðir. Þeir eru agaðir, gera fáa tæknifeila, eins og sást gegn Flensburg og í Frakklandi,“ „Það þarf mikið til en við höfum sýnt þannig frammistöður í þessari keppni að ég fer alveg bjartsýnn inn í leikinn þrátt fyrir að við séum ekki alveg fullmannaðir,“ segir Snorri Steinn. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira