Handbolti

Bjarki Már dróg vagninn í stórsigri Veszprém

Atli Arason skrifar
Bjarki Már í leiknum í kvöld.
Bjarki Már í leiknum í kvöld. Handballveszprem.hu

Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém, átti stórleik er Veszprém vann 14 marka sigur á Budakalász í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 42-28.

Bjarki Már var lang markahæstur með 10 mörk, tæplega helmingi fleiri mörk en næst markahæsti leikmaður vallarins, Josip Jurić-Grgić, sem skoraði sex mörk fyrir Budakalász.

Veszprém er því áfram í efsta sæti ungversku deildarinnar en liðið hefur unnið alla 14 leiki sína á tímabilinu til þessa, rétt eins og Pick Szeged sem er í öðru sæti. 

Í Þýskalandi vann Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, og liðsfélagar hans nauman eins marks útisigur á Minden í þýsku úrvalsdeildinni, 28-29. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.

Viggó skoraði sex mörk úr tíu tilraunum í leiknum. Viggó var þriðji markahæsti leikmaður vallarins en Philipp Ahouansou, leikmaður Minden, var markahæstur með 11 mörk. 

Sigur Leipzig var þeirra 7. í deildinni í vetur og er Leipzig því í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar 16 umferðir eru búnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×