Spenntir að mæta goðsögninni: „Þetta er bara geggjað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2022 10:31 Benedikt Gunnar og Þorgils Jón eru afar spenntir að mæta Kim Andersson í kvöld. Hér berjast þeir við Simon Hald og Teit Örn Einarsson í leik við Flensburg fyrr í vetur. Vísir/Vilhelm Sænska goðsögnin Kim Andersson mætir á parketið á Hlíðarenda er Valur mætir Ystad í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Ungir leikmenn Valsliðsins eru spenntir fyrir tækifærinu að mæla sig við þann sænska. Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Valur og Ystad mætast klukkan 19:45 í kvöld en sænska liðið hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og unnið bæði þýska liðið Flensburg og PAUC frá Frakklandi í síðustu leikjum. Valsmenn þurfa því að eiga sinn besta leik. „Þeir er náttúrulega búnir að vinna síðustu tvo leiki, gegn kannski tveimur bestu liðunum í riðlinum. Þannig að þeir er mjög góðir og með legend þarna hægra megin í Kim Andersson og miðjumaðurinn er frábær líka hjá þeim. En ef við náum að hlaupa á þá og gera það sem við gerum best held ég að við séum í góðum málum bara,“ segir Benedikt Gunnar Óskarsson, leikmaður Vals, um leikinn í kvöld. Klippa: Spenntir fyrir því að mæta Kim Andersson „Þeir eru með mjög flott lið, góða hægri skyttu, Kim Andersson náttúrulega mjög vel þekktur leikmaður, en aðrir líka bara mjög góðir; snöggur miðjumaður, fín vinstri skytta og þungur línumaður eins og í flestum þessum liðum. Heilt yfir er þetta mjög gott lið,“ segir liðsfélagi hans Þorgils Jón Svölu- Baldursson. Frábært að mæta manni sem fylgst var með í æsku Líkt og þeir nefna er sænska goðsögnin, hinn fertugi Kim Andersson, er leikmaður Ystad. Hann lék um árabil með Kiel og hefur skorað yfir 800 mörk fyrir sænska landsliðið. Segja þeir félagar afar spennandi að mæta honum. Kim Andersson var í Kiel um árabil.Jan Christensen/FrontzoneSport via Getty Images „Það er náttúrulega frábært að mæta mönnum sem maður hafði bara heyrt um þegar maður var yngri. Nú er maður kominn á stað að vera að keppa á móti þessum mönnum. Það er bara ótrúlega gaman. Þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Þorgils. „Þetta er bara geggjað. Það var Lechaj í síðasta leik og svo hann. Það er bara geggjað að fá að spila á móti þeim,“ segir Benedikt. Leikur liðanna hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19:15.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Valsmenn án lykilmanna á morgun Valsmenn verða án sterkra pósta er þeir mæta Ystad frá Svíþjóð í Evrópudeild karla í handbolta að Hlíðarenda annað kvöld. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag. 12. desember 2022 14:30