Fleiri fréttir

Sig­fús ekki hissa á vel­gengni Vals og hefur mikla trú á Snorra Steini

Velgengni Vals í Evrópudeildinni hefur ekki farið framhjá neinum handboltaáhugamanni. Sigfús Sigurðsson, fyrrum línumaður Vals og landsliðsins til margra ára, fylgdist að sjálfsögðu með Valsliðinu þegar liðið gerði góða ferð til Benidorm í Evrópudeildinni í handknattleik í vikunni.

Ýmir Örn hafði betur í bikarslag gegn Viggó

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Necker Löwen eru komnir áfram í þýsku bikarkeppninni í handknattleik eftir öruggan sigur í kvöld á Viggó Kristjássyni og samherjum hans í Leipzig.

Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka

Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka.

Ókeypis á leikina við Ísrael um helgina

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur afar mikilvæga leiki við Ísrael um helgina á Ásvöllum í Hafnarfirði. Stefnt er á að fylla höllina og er aðgangur ókeypis í boði Arion banka.

Stiven hló eftir stysta viðtal sögunnar

Valsarinn Stiven Valencia var fenginn í viðtal eftir sigurinn góða gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í gærkvöld en þurfti ekki að verja löngum tíma fyrir framan míkrafóninn.

Sjáðu magnaða vörslu Bjögga á Bene

Hinn 37 ára gamli Björgvin Páll Gústavsson sýndi algjörlega mögnuð tilþrif í þriggja marka sigri Vals gegn Benidorm í Evrópukeppni karla í handbolta í gær, 29-32.

„Þurftum að hafa fyrir hverju einasta marki“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega ánægður með leik sinna manna eftir þriggja marka sigur liðsins gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 29-32. Valsmenn hafa nú unnið báða leiki sína í riðlakeppninni og eru með fullt hús stiga.

Umfjöllun: Benidorm - Valur 29-32 | Valur með fullt hús

Valur vann ótrúlegan sigur á Benidorm á Spáni 29-32. Valur var leiðandi allan leikinn og lenti aldrei undir. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12. Valur komst mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en heimamenn komu til baka og voru lokamínúturnar afar spennandi. Arnór Snær Óskarsson gerði útslagið í brakinu þar sem hann gerði síðustu tvö mörk leiksins og Valur vann þriggja marka sigur 29-32.

Óðinn markahæstur í öruggum Evrópusigri Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður vallarins er svissneska liðið Kadetten Schaffhausen vann öruggan átta marka sigur gegn Fejer B.A.L-Veszprém í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 25-33.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram

Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals.  Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“

„Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. 

Gísli Þor­geir frá­bær í sigri Mag­deburg

Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri.

Öruggur sigur í Færeyjum

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan fimm marka sigur á Færeyjum í vináttulandsleik ytra í dag, lokatölur 28-23. Liðin mætast aftur á morgun.

Aron öflugur í sigri Ála­borgar

Álaborg vann fimm marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, lokatölur 44-39. Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson kom að níu mörkum í liði Álaborgar.

KA úr leik eftir fjögurra marka tap

KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29.

Fúsi segir ekki mark takandi á Stefáni sem sitji sjálfur í áttunda sæti

Silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðslínumaður Íslands, segir ekki mark takandi á Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, eftir að sá síðarnefndi sagði að sigur Vals gegn ungverska liðinu Ferencváros hafi verið nokkuð auðveldur, eins og hann sjálfur hafði búist við.

Kristján Örn markahæstur í sigri

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður vallarins með sex mörk er PAUC vann öruggan fimm marka útisigur gegn Creteil í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-32.

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros

Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun.

FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit

FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31.

Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30.

Íslendingaliðin Gummersbach og Melsungen unnu örugga sigra

Íslendingaliðin Gummersbach og MT Melsungen unnu örugga sigra í leikjum sínum í þýska handboltanum í kvöld. Gummersbach vann góðan fjögurra marka sigur gegn Minden, 26-22, og MElsungen vann tíu marka útisigur gegn Hamm-Westfalen, 18-28.

Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33.

Sjá næstu 50 fréttir