Handbolti

Viktor Gísli með eina af vörslum ársins í sigrinum gegn Kiel

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi glæsileg tilþrif í sigri Nantes gegn Kiel.
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi glæsileg tilþrif í sigri Nantes gegn Kiel. Getty/Skjáskot

Viktor Gísli Hallgrímsson átti frábæran leik í marki Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur, 38-30, gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld.

Viktor varði alls 15 bolta í leiknum í kvöld og var með tæplega 35 prósent hlutfallsmarkvörslu. Það er þó ein varslan sem stendur upp úr.

Eftir rétt tæplega tuttugu mínútna leik var staðan 15-12, Viktori og félögum í vil. Gestirnir í Kiel stilltu upp í góða sókn sem endaði á því að Patrick Wiencek fékk línusendingu frá Eric Johansson og sá fyrrnefndi var kominn í dauðafæri gegn Viktori í markinu.

Wiencek reyndi að vippa yfir markvörðinn stóra, og um stund virtist það hafa tekist hjá línumanninum. Þrátt fyrir að vera rúmir tveir metrar á hæð er Viktor þó eldsnöggur og hann áttaði sig í tæka tíð áður en hann fleygði sér í átt að markinu og náði að blaka boltanum framhjá stönginni.

Það var Twitter-reikningur Meistaradeildarinnar sem birti myndband af þessari mögnuðu vörslu landsliðsmarkvarðarins, en hana má sjá í færslunni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.