Ribe-Esbjerg var án sigurs í seinustu þremur deildarleikjum sínum, en seinasti sigur liðsins í deildinni var gegn Lemvig fyrir rúmum mánuði.
Sigurinn í dag var því langþráður, en Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú af mörkum liðsins og Arnar Birkir Hálfdánarson eitt. Ágúst Elí Björgvinsson var í byrjunarliði heimamanna og varði tvö skot.
Íslendingaliðið situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með tíu stig að níu umferðum loknum, sjö stigum á eftir Aroni Pálmarssyni og félögum hans í Aalborg sem tróna á toppnum. Midtjylland situr hins vegar sem fastast á botninum án stiga.