Handbolti

KA fer með nauma forystu í seinni leikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði KA eins og svo oft áður.
Einar Rafn Eiðsson var atkvæðamestur í liði KA eins og svo oft áður. Vísir/Vilhelm

KA fer með nauma eins marks forystu inn í seinni leik liðsins gegn austurríska liðinu HC Fivers eftir eins marks sigur í kvöld, 29-30.

KA heimsótti HC Fivers í Sporthalle Hollgasse í Vínarborg í fyrri leik liðanna í annarri umferð  Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld.

Það voru heimamenn í HC Fivers sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þeir leiddu með þremur mörkum þegar liðin gengu til búningsherbergja, staðan 15-12.

Norðanmenn snéru taflinu þó við í síðari hálfleik og unnu að lokum nauman eins marks sigur, 29-30.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði KA manna með níu mörk, en Dagur Gautason skoraði átta og Gauti Gunnarsson fimm.

Síðari leikur liðanna fer fram á morgun klukkan 16:15 að íslenskum tíma á sama stað og geta KA menn þá tryggt sér sæti í þriðju umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.