Handbolti

KA úr leik eftir fjögurra marka tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jónatan Magnússon og lærisveinar hans eru úr leik.
Jónatan Magnússon og lærisveinar hans eru úr leik. Vísir/Hulda Margrét

KA féll í dag úr leik í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir fjögurra marka tap gegn austurríska liðinu HC Fivers. Lokatölur í dag 26-30 eftir að KA hafði unnið fyrri leik liðanna 30-29.

KA átti allan tímann undir högg að sækja í dag og var komið fimm mörkum undir þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Það gekk ill að minnka muninn í síðari hálfleik en mest náðu heimamenn að minnka muninn niður í tvö mörk undir lok leiks.

Allt kom þó fyrir ekki og HC Fivers vann fjögurra marka sigur, 26-30, sem skilar liðinu í þriðju umferð Evrópubikarkeppninnar.

Einar Rafn Eiðsson var markahæstur í liði KA með átta mörk, þar á eftir kom Skarphéðinn Ívar Einarsson með fimm mörk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×