Handbolti

Teitur og félagar stukku upp um þrjú sæti með sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Teitur Örn Einarsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Landsliðsmaðurinn Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu góðan fimm marka sigur er liðið heimsótti Wtezlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 22-27.

Gestirnir í Flensburg voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni 4-11. Heimamenn löguðu stöðuna þó lítillega fyrir hlé, en staðan var 11-16 þegar liðin gegnu til búningsherbergja.

Liðsmenn Wetzlar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu að minnka muninn niður í tvö mörk. Nær komust þeir þó ekki og gestirnir í Flensburg unnu að lokum góðan fimm marka sigur, 22-27.

Teitur Örn átti ekki sinn besta leik fyrir Flensburg í dag og skoraði ekkert mark úr fjórum skotum. Þrátt fyrir það lyfti liðið sér upp úr sjöunda sæti deildarinnar og í það fjórða með sigrinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.