Fleiri fréttir

Aron snýr aftur til leiks

Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er að komast í gang eftir að hafa meiðst í upphafi leiktíðar. Búast má við því að hann spili með Aalborg í Meistaradeild Evrópu í dag.

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Elín Jóna valin í úrvalsliðið

Ísland á fulltrúa í úrvalsliði fyrstu tveggja umferðanna í undankeppni Evrópumóts kvenna í handbolta. Elín Jóna Þorsteinsdóttir stóð sig betur en markverðirnir í hinum 23 liðunum að mati EHF.

Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. 

Aldís Ásta kemur inn fyrir Lovísu

Aldís Ásta Heimisdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leik Íslands gegn Serbíu í undankeppni EM sem fram fer á Ásvöllum á morgun.

Bjarki Már fór mikinn í sigri

Bjarki Már Elísson var næstmarkahæsti leikmaður Lemgo þegar liðið vann góðan útisigur á Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bronsið til Álaborgar

Íslendingalið Álaborgar tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM félagsliða í handbolta sem fram hefur farið í Sádi Arabíu undanfarna daga.

Rafmagnslaust í Víkinni síðustu tólf mínútur leiksins

Valur vann ellefu marka sigur á Víkingi 19-30. Víkingur byrjaði leikinn betur en eftir að Valur fór að finna leiðir til að koma boltanum framhjá Jovan Kukobat, markmanni Víkings, þá varð leikurinn auðveldur fyrir Íslands og bikarmeistarana. 

Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 30-17 | Aldrei möguleiki í Eskilstuna

Ísland tapaði stórt fyrir Svíþjóð, 30-17, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Eskilstuna í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-5, Svíum í vil. Ísland spilaði betur í seinni hálfleik, sérstaklega í sókninni, en verkefnið var þá löngu orðið ómögulegt.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.