Fleiri fréttir

Í mínus út af félagaskiptagjaldinu

Fréttablaðið greindi í gær frá fáránlega háu félagaskiptagjaldi í handboltanum. Það kostar nefnilega frá 170 þúsund upp í 440 þúsund að fá erlendan handboltamann til landsins.

HM 2011: Twitterbann hjá Svíum í Brasilíu

Heimsmeistaramótið í handknattleik kvenna hefst í Brasilíu í næstu viku þar sem Rússar hafa titil að verja. Landsliðin undirbúa sig af krafti fyrir keppnina þessa dagana. Leikmenn sænska liðsins ætla ekki að láta neitt trufla sig á meðan keppnin fer fram því þeir mega ekki skrifa neitt á samskiptasíður á borð við Twitter, Facebook eða blogg á meðan HM stendur yfir.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Tékkland 31-24

Ísland vann Tékkland 31-24 í vináttulandsleik í kvöld sem fram fór í Vodafonehöllinni. Liðin mættast aftur á morgun á sama staða en þessir leikir eru hluti af loka undirbúning landsliðsins fyrir HM í Brasilíu sem hefst í næstu viku.

Rekin fyrir að velja landsliðið

Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Hanna Guðrún: Heiður að vera varaskeifa fyrir gömlu konuna

Hanna Guðrún Stefánsdóttir er orðin varafyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta eftir að Hrafnhildur Skúladóttir var hækkuð í tign þar sem að fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir datt út vegna meiðsla. Stelpurnar okkar mæta Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30 í kvöld.

Það er allt vitlaust út af þessu

Gríðarlegur munur er á félagaskiptagjaldi í stóru íþróttunum þremur. Á meðan það getur kostað hátt í hálfa milljón að fá mann að utan til Íslands í handboltanum er grunngjaldið í fótboltanum aðeins 2.000 kr. KKÍ er nýbúið að hækka gjaldið vegna útlendinga.

Hrafnhildur: Svakalega mikilvægt að fá þessa leiki á móti Tékkum

Hrafnhildur Skúladóttir hefur tekið við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta sem er á leiðinni á HM í Brasilíu í næstu viku. Hrafnhildur mun leiða íslenska liðið út á völlinn í kvöld þegar liðið mætir Tékklandi í vináttulandsleik í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.30.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar - 25-27

Haukar unnu frábæran sigur á Fram 27-25 í Safamýrinni í kvöld, en leikurinn var virkilega spennandi allan tíman. Haukar eru því komnir í efsta sæti deildarinnar með 14 stig og eiga samt sem áður einn leik til góða.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30

HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi.

Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33

Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt.

HM 2011: Hanna telur að Ísland geti unnið Þjóðverja

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta undirbýr sig af krafti fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í næstu viku í Brasilíu. Ísland leikur tvo æfingaleiki um helgina gegn Tékkum í Vodafonehöllinni. Landsliðskonan Hanna G. Stefánsdóttir leikmaður Stjörnunnar segir að markmiðið sé að enda í einu af fjórum efstu sætunum í A. riðli og komast þar með í 16-liða úrslit.

Þrettán marka bæting á tíu dögum - myndir

FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað.

Þetta er nú það leiðinlega við þetta starf

Ágúst Þór Jóhannsson kvennalandsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn munu taka þátt í HM í Brasilíu í desember sem verður fyrsta heimsmeistaramót íslensk kvennalandsliðs frá upphafi.

Rakel hefur verið að hjálpa til á öllum æfingum

Íslenska kvennalandsliðið varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband aðeins nokkrum vikum fyrir HM í Brasilíu. Þetta var ekki síst áfall fyrir Rakel sjálfa en hún hefur engu að síður tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir HM og hefur mætt á allar æfingar.

Eitt leikkerfi Barcelona ber nafnið Ísland

Barcelona ,spænska stórveldið í handknattleik, fékk á dögunum heimsókn frá sjónvarpsstöðinni ESPN, en félagið tók þátt í gerð þáttarins Project Teamwork sem er samstarf milli stöðvarinnar og Samsung.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 29-29

Íslandsmeistarar FH og deildarmeistarar Akureyrar skildu í kvöld jöfn í æsispennandi leik í Kaplakrika þar sem jafnt var á nánast öllum tölum eftir kaflaskipta byrjun.

Kiel vann ellefu marka sigur í Belgrad

Kiel vann ellefu marka sigur á serbneska liðinu Partizan Belgrad, 35-24, í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Belgrad í kvöld. Kiel komst upp að hlið Ademar Leon á toppi riðilsins með þessum góða útisigri.

Þorgerður Anna valin í HM-hóp Íslands

Þorgerður Anna Atladóttir er ein sextán leikmanna sem var valin í leikmannahóp Íslands fyrir heimsmeistarakeppnina í Brasilíu sem hefst í byrjun desember.

FH-ingar styrkja son Hermanns Fannars

Einn leikur fer fram í N1-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti Akureyri. 500 krónur af miðaverði mun renna í minningarsjóð í nafni Loga Þórs Hermannssonar sem er sonur Hermanns Fannars Valgarðssonar FH-ings en hann féll frá á dögunum.

HM 2011: Íslenska hjartað er okkar styrkleiki

Hrafnhildur Skúladóttir leikmaður Vals hefur leikið 137 landsleiki á ferlinum. Hún verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu á heimsmeistaramótinu í Brasilíu sem hefst í næstu viku. Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræddi við Hrafnhildi en fjölmargir leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport – og að sjálfsögðu verður farið ítarlega yfir stöðu mála fyrir og eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 22-21

Haukar unnu nauman 22-21 sigur á HK á Ásvöllum í dag. Haukar lyfta sér með sigrinum í toppsæti N1-deildarinnar með jafn mörg stig og Fram en leik til góða. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, var besti maður vallarins með 21 skot varið.

Slæmt tap Rhein-Neckar Löwen fyrir Lübbecke

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen töpuðu í kvöld dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði fyrir Lübbecke, 32-31.

Stórsigur ÍBV á KA/Þór

Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag en í honum unnu Eyjastúlkur sextán marka sigur á KA/Þór á heimavelli.

Rakel með slitið krossband og missir af HM

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, verður ekki með Íslandi á HM í Brasilíu sem hefst eftir tvær vikur þar sem hún er með slitið krossband í hné.

Þórir Ólafsson: Ekki bara Lödur á götunni hérna

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn.

Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og er óhætt að segja að afar lítil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins. Hún var reyndar engin því Valur, Fram og Stjarnan unnu leiki sína afar örugglega.

Ágúst hættir hjá Levanger eftir tímabilið

Ágúst Þór Jóhannsson mun hætta að þjálfa norska úrvalsdeildarfélagið Levanger eftir að keppnistímabilinu lýkur. Þetta kemur fram í staðarblaðinu Trönder Avisa.

Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum

Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Fram flaug á toppinn - myndir

Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 34-33

Topplið Fram vann dramatískan sigur, 34-33, á FH í stórleik kvöldsins í N1-deild karla. Úrslitin réðust á lokamínútunni þar sem Róbert Aron Hostet skoraði sigurmarkið áður en skot Andra Bergs Haraldssonar sigldi framhjá rétt áður lokaflautið gall.

Þrándur: Rjúpan er að fara illa með okkur

Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar, segir að menn verði að fara að hvíla sig um helgar í staðinn fyrir að fara á rjúpnaveiði helgi eftir helgi. Þrátt fyrir gamansaman tón var Þrándur ekki sáttur með leikinn gegn Akureyri í kvöld.

Sverre og félagar töpuðu gegn meisturunum

Þýskalandsmeistarar Hamburg komust upp í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið lagði Sverre Jakobsson og félaga í Grosswallstadt. Lokatölur 31-22.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 34-26

Valsmenn eru komnir á sigurbraut í N1 deild karla og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sætinu eftir öruggan átta marka sigur á Gróttu, 34-26, í Vodafonehöllinni í kvöld. Valsmenn voru með gott forskot allan leikinn en baráttuglaðir Gróttumenn hættu aldrei og misstu aldrei vonina fyrr en í blálokin.

Sjá næstu 50 fréttir