Handbolti

Rekin fyrir að velja landsliðið

Guðný Jenný Ásmundsdóttir.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir.
Markverði kvennalandsliðsins í handbolta, Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttir, var stillt upp við vegg á vinnustað sínum og sagt að velja á milli landsliðsins eða vinnunnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Þar segir að Guðný Jenný hafði unnið í fjögur ár hjá Nýherja og var boðin stöðuhækkun í nýrri deild gegn því að hætta í landsliðinu.

Hún kaus landsliðið og var stuttu síðar sagt upp störfum í gömlu deildinni.

Guðný Jenný vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann. Það vildi Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, ekki heldur gera .

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttatímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×