Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 Elvar Geir Magnússon á Seltjarnarnesi skrifar 24. nóvember 2011 14:25 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Olís-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira