Handbolti

Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu.

Atvikið átti sér stað í leik ÍBV og Selfoss í fyrstu deildinni sl laugardag en af þessum myndum að dæma virðist leikmaður ÍBV kýla mótherja sinn.

Hvorugur dómaranna sá atvikið og því var leikmanninum ekki refsað fyrir það en mikil harka var í leiknum á báða bóga.

Guðjón Sigurðsson formaður dómaranefndar hsí sagði við stöð2 að atvikið væri til umræðu innan sambandsins og verði til þess að á vetrarfundi dómara í janúar verði gerðar áherslubreytingar í dómgæslu með það fyrir augum að útrýma svona brotum sem eru því miður ekki einsdæmi.

Reglur leyfa ekki myndbandsupptöku við ákvörðun refsingar svo líklega verður ekkert meira úr málinu.

Í samtali við Stöð2 sagðist leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson ekki hafa ákveðið hvort hann kæri atvikið sem líkamsárás, hann sé frekar á þeirri skoðun að slík atvik eigi heima innanvallar frekar en utan.

Davíð Þór Óskarsson leikmaður ÍBV segist sjá eftir atviknu, hann hafi ekki ætlað að slasa Atla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×