Flughræðslan vó þungt í ákvörðun Sólveigar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2011 08:00 Sólveig Lára Kjærnested verður ekki með á fyrsta heimsmeistaramóti íslensks kvennalandsliðs en hún ákvað að draga sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum. Sólveig Lára útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Íslenska kvennalandsliðið heldur áfram að missa leikmenn úr hópnum skömmu fyrir HM í Brasilíu því fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband á dögunum og verður ekki með. Sólveig Lára segir stóra ástæðu vera eins og hálfs árs dóttir hennar. „Mér fannst þetta of langur tími til að fara frá henni. Reynslan hefur sýnt mér að það hefur ekki mjög góð áhrif á hana," sagði Sólveig en meiri athygli vekur hin ástæðan. „Annar stór þáttur er flughræðsla. Ellefu tíma flug frá London til Brasilíu hljómar ekki vel í mínum eyrum. Ég hef flogið með hjálp róandi lyfja í rauninni. Ég held að þetta hafi komið stelpunum í landsliðinu svolítið á óvart. Ég held að þetta sjáist ekkert rosalega mikið utan á mér því ég er ekki titrandi og skjálfandi í vélunum," sagði Sólveig Lára. „Það var gríðarlega erfitt að taka þessa ákvörðun og ég burðaðist lengi með þetta í hausnum. Það var rosalega erfitt að taka skrefið og segja að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér og er enn þá pínu erfitt. Maður verður bara að standa við þær ákvarðanir sem maður tekur og ég hlakka bara til að fylgjast með stelpunum," sagði Sólveig Lára en Hildur Þorgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir hana. Það eru tíu dagar í að HM í Brasilíu hefjist en Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari mun tilkynna sextán manna HM-hóp á blaðamannafundi í dag. Íslenska liðið mætir síðan Tékkum í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni um helgina og stelpurnar fljúga síðan út til Brasilíu á miðvikudaginn kemur. Það má sjá allt viðtalið við Sólveigu með því að smella hér fyir ofan. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Sólveig Lára Kjærnested verður ekki með á fyrsta heimsmeistaramóti íslensks kvennalandsliðs en hún ákvað að draga sig út úr hópnum af persónulegum ástæðum. Sólveig Lára útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Íslenska kvennalandsliðið heldur áfram að missa leikmenn úr hópnum skömmu fyrir HM í Brasilíu því fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband á dögunum og verður ekki með. Sólveig Lára segir stóra ástæðu vera eins og hálfs árs dóttir hennar. „Mér fannst þetta of langur tími til að fara frá henni. Reynslan hefur sýnt mér að það hefur ekki mjög góð áhrif á hana," sagði Sólveig en meiri athygli vekur hin ástæðan. „Annar stór þáttur er flughræðsla. Ellefu tíma flug frá London til Brasilíu hljómar ekki vel í mínum eyrum. Ég hef flogið með hjálp róandi lyfja í rauninni. Ég held að þetta hafi komið stelpunum í landsliðinu svolítið á óvart. Ég held að þetta sjáist ekkert rosalega mikið utan á mér því ég er ekki titrandi og skjálfandi í vélunum," sagði Sólveig Lára. „Það var gríðarlega erfitt að taka þessa ákvörðun og ég burðaðist lengi með þetta í hausnum. Það var rosalega erfitt að taka skrefið og segja að ég ætlaði ekki að gefa kost á mér og er enn þá pínu erfitt. Maður verður bara að standa við þær ákvarðanir sem maður tekur og ég hlakka bara til að fylgjast með stelpunum," sagði Sólveig Lára en Hildur Þorgeirsdóttir kemur inn í landsliðið í staðinn fyrir hana. Það eru tíu dagar í að HM í Brasilíu hefjist en Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari mun tilkynna sextán manna HM-hóp á blaðamannafundi í dag. Íslenska liðið mætir síðan Tékkum í tveimur æfingaleikjum í Vodafone-höllinni um helgina og stelpurnar fljúga síðan út til Brasilíu á miðvikudaginn kemur. Það má sjá allt viðtalið við Sólveigu með því að smella hér fyir ofan.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira