Handbolti

Kiel vann ellefu marka sigur í Belgrad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Kiel vann ellefu marka sigur á serbneska liðinu Partizan Belgrad, 35-24,  í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram í Belgrad í kvöld. Kiel komst upp að hlið Ademar Leon á toppi riðilsins með þessum góða útisigri.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum en Filip Jicha var markahæstur með 11 mörk þrátt fyrir að spila bara í 32 mínútur. Momir Ilic skoraði 6 mörk og Tobias Reichmann var með fimm mörk.

Franski markvörðurinn Thierry Omeyer varði 13 af 17 skotum sínum í fyrri hálfleiknum en Kiel var 19-10 yfir í hálfleik.

Kiel hefur sjö stig alveg eins og Ademar Leon en bæði lið hafa leikið fimm leiki.  Montpellier og AG Kaupmannahöfn hafa bæði sex stig en danska liðið hefur aðeins leikið fjóra leiki og mætir Ademar Leon um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×