Fleiri fréttir

Nielsen vill gera lífstíðarsamning við Mikkel Hansen

Jesper Nielsen eigandi danska handboltaliðsins AG í Kaupmannahöfn er vinsæll á meðal blaða – og fréttamanna enda talar hann yfirleitt í fyrirsögnum. Nielsen, sem á einnig þýska stórliðið Rhein- Neckar Löwen, segir í viðtali við BT í Danmörku að stórskyttan Mikkel Hansen gæti skrifaði undir "lífstíðarsamning“ við AG en Hansen er einn allra besti leikmaður heims.

Kiel með stórsigur á Celje

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel áttu ekki í teljandi vandræðum með Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Lokatölur í leiknum urðu 43-27 en staðan var 23-16 í hálfleik.

Jafnt hjá Füchse Berlin gegn Flensburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin gerðu jafntefli, 24-24, við Flensburg í æsispennandi leik í þýsku deildinni í handbolta í dag. Füchse Berlin fékk gullið tækifæri til að knýja fram sigur en Konrad Wilczynski misnotaði vítakast þegar leiktíminn var runninn út.

Sigur hjá Löwen í Meistaradeildinni

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn pólska liðinu Kielce, 29-27, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Rhein-Neckar Löwen og með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Góður útisigur hjá Kára og félögum

Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir þýska félagið Wetzlar sem vann góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag gegn Friesenheim.

Myndasyrpa af sigri Valsmanna

Valur varð í dag bikarmeistari karla í handbolta eftir sigur á toppliðinu í N1-deild karla, Akureyri, í úrslitaleik Eimskipsbikarkeppninni í Laugardalshöllinni í dag, 26-24.

Valdimar: Höfðum óbilandi trú á þessu

Valsmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson var að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag en hann hafði komið tvisvar áður í Höllina og þurft að sætta sig við tap.

Sturla: Þetta er stórkostlegt

Sturla Ásgeirsson, fyrirliði Vals, brosti út að eyrum eftir að Valur hafði tryggt sér bikarmeistaratitil karla í handknattleik í dag. Þetta var fyrsti stóri titill Sturlu í meistaraflokki.

Valur bikarmeistari karla

Valsmenn urðu í dag bikarmeistarar karla í þriðja sinn á fjórum þegar þeir unnu dramatískan sigur á Akureyri, 24-26. Leikurinn var æsispennandi allt til loka.

Gurrý: Þetta er alltaf jafn gaman

Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðarþjálfari Fram, var að vinna sinn fjórtánda bikarmeistaratitil í dag og fagnaði líkt og hún væri að vinna sinn fyrsta bikar.

Anna: Fram átti þetta skilið

Keppnismanneskjan Anna Úrsula Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum svekkt með tapið gegn Fram í úrslitum Eimskipsbikarsins í dag.

Myndasyrpa af bikarsigri Fram

Fram varð í dag bikarmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð eftir sigur á Val, 25-22, í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Einar og sagan á bak við bindið

Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum.

Atli: Erum ekki búnir að vinna neitt

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, náði aldrei að gera KA- menn að bikarmeisturum á sínum tíma en hann fær í dag tækifæri til þess að gera Akureyri að bikarmeisturum fyrstur allra.

Sturla: Gaman að spila á dúknum

Breiðhyltingurinn Sturla Ásgeirsson mun leið Valsmenn til leiks í úrslitum Eimskipsbikarsins gegn Akureyri í dag. Sturla er á sínu fyrsta ári með Valsmönnum og strax kominn í Höllina en þangað hefur hann ekki komist áður.

Fram varði bikarmeistaratitilinn

Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot.

Ásta Birna: Viljum halda bikarnum

Ásta Birna Gunnarsdóttir, fyrirliði Fram, segir að liðið ætli að selja sig dýrt í bikarúrslitaleiknum gegn Valsmönnum í dag og að markmiðið sé að sjálfsögðu að halda bikarnum í Safamýrinni.

Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum

Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram.

Í beinni: Valur - Akureyri

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá úrslitaviðureign Akureyrar og Vals í úrslitum Eimskipsbikarkeppni karla.

Í beinni: Fram - Valur

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í úrslitum Eimskipsbikar kvenna sem hefst klukkan 13.30.

Gaupi hitti þjálfara og fyrirliða bikarúrslitaliðanna - myndband

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, mætti á kynningafund fyrir bikarúrslitaleiki karla og kvenna í handbolta og tók viðtöl við fyrirliða og þjálfara liðanna sem verða í sviðsljósinu í Laugardalshöllinni á morgun. Það má sjá viðtölin með því að smella hér fyrir ofan.

Halldór rekinn frá Haukum - Gunnar Berg og Birkir Ívar taka við

Halldór Ingólfsson var í dag rekinn sem þjálfari karlaliðs Hauka í N1 deild karla í handbolta. Halldór tók við liði Hauka síðasta sumar af Aroni Kristjánssyni sem hafði gert Hauka að Íslandsmeisturum tvö í röð. Gunnar Berg Viktorsson og Birkir Ívar Guðmundsson taka við liðinu samkvæmt heimildum ruv.is.

Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Grosswallstadt unnu öll í kvöld

Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýska handboltanum í kvöld en Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Grosswallstadt voru þá öll á sigurbraut. Hannover-Burgdorf tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik eftir að félagið rak Aron Kristjánsson.

Björgvin og félagar í beinni á netinu

Leikur Kadetten Schaffhausen gegn rússneska liðinu Chekovski Medvedi í Meistaradeild Evrópu verður í beinni útsendingu á sjónvarpsvef Handknattleikssambands Evrópu.

Romero í viðræðum við Füchse Berlin

Leikstjórnandinn Iker Romero, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, á nú í viðræðum við þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin.

Goluza hættir sem félagsþjálfari

Það er ekki auðvelt að stýra landsliði í handbolta og félagsliði á sama tíma. Það hefur Slavko Goluza, landsliðsþjálfari Króatíu, fengið að reyna.

Szmal lagðist undir hnífinn

Þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen, sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar, verður án pólska markvarðarins Slawomir Szmal næstu vikurnar.

FH-ingar fóru illa með toppliðið - myndir

FH-ingar sýndu styrk sinn í gær þegar liðið vann sannfærandi sjö marka sigur á toppliði Akureyrar í 15. umferð N1 deild karla. Forskot Norðanmanna á toppnum minnkaði þó ekkert þar sem hvorki Fram eða HK tókst að vinna sína leiki.

Valsmenn mæta á góðu skriði í Höllina - myndir

Valsmenn unnu sinn þriðja leik á rúmri viku þegar liðið sótti tvö stig í Digarnesið í gærkvöldi. Valur vann þá 32-28 sigur á HK og endaði þriggja leikja sigurgöngu heimamanna sem höfðu ekki tapað leik á árinu 2011.

Gunnar Andrésson: "Liðsheildin skóp sigurinn“

Ég er mjög ánægður með þetta enda flottur leikur hjá okkur. Búið að vera andlega erfitt hjá okkur, búnir að tapa 5 leikjum með einu marki í vetur og svo höfum við verið lélegir eftir áramót,“ sagði Gunnar Andrésson þjálfari Aftureldingar eftir 32-26 sigur liðsins gegn Fram í kvöld í N1 –deild karla í handbolta.

FH-ingar unnu sjö marka sigur á toppliði Akureyrar

FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur.

Sjá næstu 50 fréttir