Handbolti

Björgvin og félagar í beinni á netinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP
Leikur Kadetten Schaffhausen gegn rússneska liðinu Chekovski Medvedi í Meistaradeild Evrópu verður í beinni útsendingu á sjónvarpsvef Handknattleikssambands Evrópu.

Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Smelltu hér til að horfa á leikinn en hann hefst klukkan 18.30.

Medvedi er í efsta sæti C-riðils þegar tvær umferðir eru eftir í riðlinum en Schaffhausen í því fjórða. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin.

Schaffhausen hefur tveggja stiga forystu á Dinamo Minsk sem mætir Álaborg, sem er í neðsta sæti riðilsins þremur stigum á eftir Schaffhausen, um helgina.

Schaffhausen mætir svo Valladolid á útivelli í lokaumferðinni og er líklegt að liðið þurfi að minnsta kosti tvö stig til viðbótar til að komast áfram í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×