Handbolti

Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Grosswallstadt unnu öll í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Mynd/DIENER
Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýska handboltanum í kvöld en Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Grosswallstadt voru þá öll á sigurbraut. Hannover-Burgdorf tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik eftir að félagið rak Aron Kristjánsson.

Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk og Guðjón Valur Sigurðsson var með 2 mörk þegar Rhein-Neckar Lowen vann tólf marka sigur á Hannover-Burgdorf, 36-24, í fyrsta leik Hannover-Burgdorf eftir að félagið rak Aron Kristjánsson.

Vignir Svavarsson skoraði 7 mörk fyrir Hannover-Burgdorf, Ásgeir Örn Hallgrímsson var með 3 mörk og Sigurbergur Sverinsson skoraði 2 mörk. Róbert Gunnarssson (Rhein-Neckar Löwen) og Hannes Jón Jónsson (Hannover-Burgdorf) komust ekki á blað í leiknum.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel sem vann þrettán marka heimasigur á MT Melsungen, 36-23. Kiel var 18-10 yfir í hálfleik. Momir Ilic skoraði 10 mörk fyrir Kiel þar af voru 7 þeirra úr vítum. Tobias Reichmann og Christian Zeitz skoruðu báðir fimm mörk fyrir Kiel.

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt unnu sjö marka útisigur á Rheinland, 32-25. Sverre komst ekki á blað í leiknum, náði ekki að skora og var ekki heldur rekinn útaf í tvær mínútur. Michael Spatz skoraði 13 mörk fyrir Grosswallstadt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×