Handbolti

Romero í viðræðum við Füchse Berlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Iker Romero í leik með spænska landsliðinu.
Iker Romero í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Leikstjórnandinn Iker Romero, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, á nú í viðræðum við þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin.

„Já, við hittum hann á mánudaginn og er hann mjög spenntur fyrir okkur,“ sagði Dagur Sigurðsson, þjáfari liðsins, í samtali við þýska fjölmiðla.

Bob Hanning, framkvæmdarstjóri liðsins, segir að enn sé langt þar til að málið verði klárað. „Þetta gerist ekki í dag og ekki á morgun en gæti skýrst á næstu vikum,“ sagði hann.

Romero er einn þekktasti handknattleiksmaður heims og varð Evrópumeistari með Barcelona árið 2005. Hann varð heimsmeistari með Spánverjum sama ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×