Handbolti

Þjóðverjar spila gegn Íslandi í Gerry Weber-höllinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð Gíslason og Bogdan Wenta lentu í eftirminnilegu rifrildi í Gerry Weber-höllinni árið 2007. Mynd/Pjetur
Alfreð Gíslason og Bogdan Wenta lentu í eftirminnilegu rifrildi í Gerry Weber-höllinni árið 2007. Mynd/Pjetur

Þýska handknattleikssambandið hefur ákveðið að spila heimaleik sinn gegn Íslandi í undankeppni EM í Gerry Weber-höllinni glæsilegu. Leikurinn fer fram um miðjan mars á næsta ári.

Ísland hefur áður leikið í þessari höll og á HM 2007 spilaði Ísland þar gegn Póllandi og Slóveníu.

Þessi skemmtilegi leikstaður er enn fremur heimavöllur Lemgo er það mætir stóru liðunum í Þýskalandi. Skal engan undra þar sem þetta er mikil gryfja.

Þetta er fjölnotahöll en þarna er einnig keppt í tennis og svo hafa margar af stærstu tónlistarstjörnum heimsins troðið upp í höllinni. Má þar nefna stjörnur eins og Beyoncé og Lionel Ritchie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×