Haukar unnu góðan sigur, 30-33, á ítalska liðinu Conversano er fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða fór fram að Ásvöllum í dag.
Haukar voru sterkari aðilinn allan leikinn og leiddu í hálfleik, 16-13.
Ítalska liðið sótti að Haukum í síðari hálfleik en þá stigu Íslandsmeistararnir aftur á bensínið og skildu gestina eftir.
Lokatölur 33-30 og Haukarnir í fínum málum fyrir síðari leikinn sem fer fram á morgun. Sérstaklega í ljósi þess að leikurinn í dag var heimaleikur ítalska liðsins.