Fleiri fréttir

Ryan Taylor meiddist illa á hné

Ryan Taylor, varnarmaður Newcastle, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa skaddað krossband í hné á dögunum.

Essien fer til Real Madrid

Real Madrid tilkynnti nú í kvöld að Michael Essien leiki með liðinu til loka tímabilsins sem lánsmaður frá Chelsea.

City náði að klófesta Garcia

Javi Garcia er orðinn leikmaður Manchester City en fréttir þess bárust frá herbúðum félagsins nú í kvöld. City greiðir Benfica sextán milljónir punda fyrir kappann.

Mbia til QPR | Tólfti leikmaðurinn í sumar

Stephane Mbia er genginn í raðir QPR og er þar með orðinn tólfti leikmaðurinn sem félagið kaupir nú í sumar. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Barton lánaður til Marseille

QPR staðfesti á Twitter-síðu sinni í kvöld að Joey Barton hafi verið lánaður til franska úrvalsdeildarfélagsins Marseille til loka tímabilsins.

Nastasic kominn til City | Savic farinn

Varnarmaðurinn Matija Nastasic er genginn til liðs við Englandsmeistara Manchester City en þessi stórefnilegi varnarmaður er aðeins nítján ára gamall.

Benayoun lánaður til West Ham

BBC hefur eftir heimildum sínum að Yossi Benayoun verði lánaður til West Ham til loka núverandi tímabils.

Dempsey samdi við Tottenham

Clint Dempsey er orðinn leikmaður Tottenham. Hann skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við félagið sem greiddi Fulham sex milljónir punda fyrir.

Benteke í læknisskoðun hjá Villa

Christian Benteke, 21 árs gamall sóknarmaður sem hefur verið líkt við Didier Drogba, er á leið í læknisskoðun hjá Aston Villa.

Roque Santa Cruz lánaður til Malaga

Sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz hefur verið lánaður til spænska liðsins Malaga til loka tímabilsins. Hann hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá liði sínu, Manchester City.

Bendtner lánaður til Juventus

Danski sóknarmaðurinn Nicklas Bendtner er genginn til liðs við Juventus á eins árs lánssamningi frá Arsenal.

Tottenham og Porto semja um Moutinho

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa Tottenham og Porto komist um samkomulag um kaupverð á Joao Moutinho. Það mun vera upp á 22 milljónir punda.

Lloris orðinn leikmaður Tottenham

Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris er genginn til liðs við Tottenham en gengið var frá samningum nú í kvöld.

Everton kaupir liðsfélaga Sölva Geirs og Ragnars

Bryan Oviedo, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, er á leiðinni í læknisskoðun á Goodison Park í dag en Everton hefur náð samkomulagi við FCK um kaup á þessum landsliðsmanni frá Kosta Ríka.

Berbatov búinn að semja við Fulham

Eftir mikið japl, jaml og fuður er loksins orðið ljóst að Dimitar Berbatov verður leikmaður Fulham í vetur. Félagið hefur staðfest þessar fréttir. Búlgarinn skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Kaupverðið var ekki gefið upp.

Park lánaður til Celta Vigo

Suður-Kóreumaðurinn Park Chu-young hefur verið lánaður frá Arsenal til spænska félagsins Celta Vigo.

Van der Vaart seldur til Hamburg

Staða Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham batnaði í dag þegar Hollendingurinn Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg í Þýskalandi.

Sinclair orðinn leikmaður Man. City

Englandsmeistarar Man. City hafa staðfest kaupin á Scott Sinclair frá Swansea. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp né hve langur samningurinn er.

Hermann ætlar að spila frítt fyrir Portsmouth

Hermann Hreiðarsson er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna og ætlar að hjálpa sínum gömlu félögum í Portsmouth í ensku C-deildinni í vetur. Portsmouth á í miklum fjárhagserfiðleikum, getur ekki borgað nein laun og því mun Hermann spila frítt með liðinu. Þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu.

Fulham búið að samþykkja tilboð Aston Villa í Clint Dempsey

Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey er á förum frá Fulham og hefur verið sterklega orðaður við Liverpool. Liverpool hefur ekki verið tilbúið að borga uppsett verð fyrir leikmanninn en Aston Villa hefur nú blandað sér inn í baráttuna.

Liverpool reynir að fá Daniel Sturridge á láni

Liverpool lánaði Andy Carroll til West Ham í gærkvöldi og lokadagur félagsskiptagluggans mun fara í það að reyna að fá Chelsea-sóknarmanninn Daniel Sturridge á láni út tímabilið.

Granero samdi við QPR

QPR hefur gengið frá kaupum á Esteban Granero frá Spánarmeisturum Real Madrid. Granero gerði fjögurra ára samning við enska liðið.

Liverpool mætir West Brom á ný | Wolves fékk Chelsea

Dregið var í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Liverpool hefur titilvörn sína á útivelli gegn West Brom, þar sem liðið tapaði í fyrstu umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Andy Carroll lánaður til West Ham

Andy Carroll var í kvöld lánaður til West Ham til loka tímabilsins. Síðarnefnda félagið á svo möguleika á að kaupa kappann fyrir ótilgreinda upphæð að tímabilinu loknu.

Úlfarnir komust áfram

Björn Bergmann Sigurðarson og Eggert Gunnþór Jónsson voru báðir í byrjunarliði Wolves sem komust í kvöld áfram í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar.

Chelsea með sex leikmenn í enska landsliðshópnum

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur valið hóp sinn fyrir leiki í undankeppni HM 2014 á móti Moldavíu og Úkraínu. John Terry er valinn í hópinn sem og nýliðinn Ryan Bertrand og varaskeifan hjá Liverpool, Andy Carroll.

Tottenham ekki hætt að kaupa - Remy næstur á dagskrá

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham er ekki alveg sáttur við leikmannahópinn hjá Tottenham og stjórnarformaðurinn Daniel Levy flýgur til Marseille í dag til þess að reyna að ganga frá kaupum á framherjanum Loic Remy. Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á föstudag og verða Tottenham-menn því að hafa hraðann á ætli þeir að gera Remy að leikmanni Tottenham fyrir þann tíma.

Walcott verður ekki seldur

Samkvæmt enskum fjölmiðlum verður Theo Walcott áfram í herbúðum Arsenal um sinn eftir að aðilar komust að samkomulagi um það.

Rooney segir fréttaflutninginn þvætting

Wayne Rooney sagði á Twitter-síðu sinni í dag að það væri ekkert hæft í þeirri umfjöllun enskra fjölmiðla sem segja hann á leið frá Manchester United.

Stoke bauð í Adam

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Stoke lagt fram fjögurra milljóna tilboð í Charlie Adam, leikmann Liverpool.

Berbatov nú á leið til Fulham

Dimitar Berbatov hefur hafnað bæði Fiorentina og Juventus og er nú helst orðaður við Fulham. Forráðamenn Fiorentina eru afar óánægðir með framkomu Berbatov.

Julio Cesar á leið til QPR

Markvörðurinn Julio Cesar hefur samþykkt fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið QPR.

Sjá næstu 50 fréttir