Fleiri fréttir

Tottenham kaupir Boateng frá Hertha Berlin

Tottenham hefur tryggt sér hinn tvítuga Þjóðverja Kevin-Prince Boateng frá Hertha Berlin. Tottenham hefur verið á eftir leikmanninum í nokkurn tíma en hafa nú haft betur í kapphlaupi við önnur lið. Boateng er af mörgum talinn einn besti ungi miðjumaðurinn í Evrópu. Kaupverðið er talið vera um 5,4 milljónir punda.

Manchester United selur Rossi til Villareal

Manchester United hefur selt ítalska framherjann Giuseppe Rossi til spænska liðsins Villareal. Mikið hefur verið rætt um framtíð Rossi á Old Trafford í kjölfar þess að hann stóð sig mjög vel hjá Parma á síðasta tímabili þar sem hann var á láni. Rossi á eftir að gangast undir læknisskoðun en talið er að gengið verði frá kaupunum í lok vikunnar. Villareal borgar um 6,7 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Stuðningsmenn West Ham ánægðir með að Eiður sé orðaður við félagið

Stuðningsmenn West Ham hafa keppst um að lofa Eið Smára Guðjohnsen á stuðningsmannasíðum sínum á vefnum í dag í kjölfar frétta sem bárust í gær um að landsliðsfyrirliðinn væri opinn fyrir að ganga til liðs við West Ham. Þegar rýnt er í skoðanir þeirra sést að þeir sjá Eið Smára sem heimsklassaleikmann sem væri kjörinn fyrir liðið.

Smith í viðræðum við Newcastle

Framherjinn Alan Smith hjá Manchester City er talinn vera í viðræðum við Newcastle um að leikmaðurinn gangi til liðs við félagið. Smith er sagður hafa hafnað Middlesbrough, en Sunderland, Everton og West Ham eru sögð vera á eftir leikmanninum.

Aston Villa fær varnarmann frá Bandaríkjunum

Aston Villa hefur tryggt sér þjónustu bandaríska varnarmannsins Eric Lichaj. Lichaj er 18 ára gamall og spilaði með háskólanum í North Carolina. Leikmaðurinn heillaði Martin O´Neill, framkvæmdastjóra Aston Villa, upp úr skónum þegar hann lék með U17 og U20 ára liðum Bandaríkjanna, og skrifaði í framhaldi af því undir tveggja ára samning.

Bolton kaupir norskan kantmann frá Rosenborg

Norski kantmaðurinn Daniel Braaten hefur samþykkt að ganga til liðs við Heiðar Helguson og félaga í Bolton. Bolton borgar Rosenborg 425 þúsund pund fyrir þennan 25 ára leikmann. Nokkrir enskir og franskir klúbbar voru á eftir leikmanninum en Bolton sigraði kapphlaupið.

Ghaly skrifar undir hjá Birmingham

Egypski miðjumaðurinn Hossam Ghaly hefur skrifað undir þriggja ára samning við Birmingham. Birmingham borgar Tottenham 3 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikmann. Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham, hefur nú keypt átta leikmenn til liðsins í sumar, en Birmingham komst upp úr næstefstu deild á Englandi á síðasta tímabili.

Southgate ætlar sér að fá Smith

Gareth Southgate, framkvæmdastjóri Middlesbrough, ætlar að gera tilraun til að klófesta framherjann Alan Smith þegar hann kemur heim úr æfingaferð Manchester United í Asíu. Sir Alex Ferguson hefur gefið sterklega í skyn að leikmaðurinn muni yfirgefa United í sumar og það gefur Southgate von.

Henry segir Ljungberg hafa rétt á að gera það sem hann vill

Thierry Henry segir að fyrrverandi félagi sinn hjá Arsenal, Freddie Ljungberg, sé fullorðinn maður og hafi rétt á hafa sínar skoðanir. Ljungberg yfirgaf Arsenal fyrir skömmu til að ganga til liðs við West Ham og segist efast um metnað Arsenal. Ljungberg sagði einnig að brottför Henry til Barcelona hafi opnað augu sín og þá hafi hann ákveðið að yfirgefa klúbbinn.

Martins: Ég er ekki að fara neitt

Framherjinn Obafemi Martins segist vera mjög ánægður hjá Newcastle og að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu. Arsenal hefur mikinn áhuga á Martins og Arsene Wenger hefur greint frá því að hann hafi mikið álit á leikmanninum, en Martins skoraði 17 mörk á sínu fyrsta tímabili fyrir Newcastle.

Nýju mennirnir klikkuðu hjá Liverpool

Portsmouth vann Asíubikarinn í dag þegar liðið hafði betur gegn Liverpool eftir vítaspyrnukeppni í úrsitaleiknum. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og þá var farið beint í vítaspyrnukeppni. Fernando Torres og Yossi Benayoun misnotuðu báðir sínar spyrnur. Hermann Hreiðarsson tók víti fyrir Portsmouth og nýtti það. Portsmouth vann 4-2.

Heinze ákveðinn í að komast frá United

Argentíski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze hefur nú tekið til þeirra ráða að ráða lögfræðifyrirtæki til starfa til að auðvelda honum að komast frá Manchester United til erkifjandanna í Liverpool.

Newcastle sigraði Celtic í vináttuleik

Newcastle sigraði í kvöld Celtic í vináttuleik, 4-1. Albert Luque skoraði tvö mörk fyrir Newcastle, Obafemi Martins eitt og James Milner eitt. Scott Brown skoraði fyrir Celtic. Varamarkvörður Newcastle, Steve Harper, spilaði síðustu 11 mínúturnar sem framherji vegna þess að Nicky Butt meiddist og Newcastle voru búnir með útileikmenn sína.

Ferguson reiðubúinn að bíða í ár eftir Tevez

Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, segist vera tilbúinn að bíða í allt að ár eftir að fá Argentínumanninn Carlos Tevez frá West Ham. United þarf að klára kaupin á Tevez fyrir 31. ágúst ef þeir ætla að nota hann fyrir áramót, en kaupin stranda á Kia Joorabchian, umboðsmanni Tevez.

Moore með þrennu fyrir Aston Villa

Aston Villa spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í gær gegn Toronto FC. Villa sigraði leikinn 4-2. Luke Moore skoraði þrennu fyrir Villa og John Carew eitt. Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa segir að Moore gæti orðið goðsögn hjá félaginu, en hann hann var meiddur stóran hluta síðasta tímabils eftir að hafa byrjað mjög vel.

Verður Gallas næsti fyrirliði Arsenal?

Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, segir að honum liggi ekkert á að velja nýjan fyrirliða. En talið er að William Gallas sé efstur á lista hjá Wenger þar sem Gallas bar fyrirliðabandið í vináttuleik gegn Salzburg í gær. Eins og margir vita þá bar Thierry Henry fyrirliðabandið fyrir Arsenal en hann er nú fluttur til Spánar.

Petrov valdi City frekar en Tottenham

Búlgarski vængmaðurinn Martin Petrov hefur samþykkt að ganga til liðs við Manchester City frá Atletico Madrid. City borgar 4,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. Leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Talið var líklegast að hann væri á leið til Tottenham, en hann segist hafa valið City vegna Sven Göran Eriksson.

Middlesbrough fær Young

Middlesbrough hefur gengið frá kaupunum á enska landsliðsbakverðinum Luke Young frá Charlton. Middlesbrough borgar 2,5 milljónir punda fyrir kappann. Young stóðst læknisskoðun í gær og verður kynntur formlega hjá félaginu í dag. Charlton keypti Young fyrir sex árum á 3 milljónir punda og lék hann yfir 200 leiki fyrir félagið.

O´Neill ætlar ekki að reyna að fá Wright-Phillips

Martin O´Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, segir að hann ætli sér ekki að reyna að fá Shaun Wright-Phillips til liðsins. O´Neill reyndi að klófesta hann í janúar frá Chelsea án árangurs og fjölmiðlar ytra hafa verið duglegir að bendla leikmanninn við Aston Villa í sumar.

Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham

Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku.

Mourinho: Benítez er undir mikilli pressu

José Mourinho segir að Rafael Benítez sé undir meiri pressu en áður að stjórna Liverpool til sigurs í ensku Úrvalsdeildinni. Benítez hefur þegar eytt um 40 milljónum punda í Fernando Torres, Ryan Babel og Yossi Benayoun og Mourinho segir að væntingar til sigurs í deildinni verði mjög miklar hjá aðdáendum liðsins.

Southgate biður um leyfi til að ræða við Smith

Samkvæmt SkySports hefur Gareth Southgate, framkvæmastjóri Middlesbrough beðið Manchester United um leyfi til að ræða við framherjann Alan Smith. Þetta staðfestir Alex Ferguson framkvæmdastjóri United.

Bolton kaupir Wilhelmsson

Sænski landsliðsmaðurinn Christian Wilhelmsson hefur gengið til liðs við Bolton frá Nantes fyrir 2,1 milljónir punda. Wilhelmsson, sem hefur spilað 40 leiki fyrir hönd Svía, skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Leikmaðurinn hafði einnig verið orðaður við Manchester City og Tottenham.

City og Tottenham á eftir Petrov

Manchester City og Tottenham eru bæði á eftir hinum búlgarska Martin Petrov hjá Atletico Madrid og er leikmaðurinn talinn falur fyrir 6,2 milljónir punda. Petrov, sem hefur ekki náð að aðlagast leik Atletico Madrid, er sagður hafa mikinn áhuga á að ganga til liðs við Tottenham. Madrid hafnaði 7,5 milljóna pundi boði frá Tottenham í Petrov síðasta sumar.

Shepherd hættir sem stjórnarformaður Newcastle

Freddy Shepherd er hættur sem stjórnarformaður Newcastle og hefur Chris Mort tekið við starfi hans. Þetta gerist í kjölfar þess að nýjir eigendur eru tóku við liðinu fyrr í sumar. Shepherd, sem hafði verið stjórnarformaður liðsins síðan 1997, seldi sinn hlut í félaginu til St. James Holdings Limited.

Liverpool og Portsmouth leika til úrslita í Asíubikarnum

Ensku Úrvalsdeildarliðin Liverpool og Portsmouth munu leika til úrslita í Asíubikarnum á laugardaginn. Liverpool sigraði lið Suður-Kína í dag 3-1 með mörkum frá John Arne Riise, Xabi Alonso og Daniel Agger og Portsmouth sigraði Fulham í morgun 1-0 með marki frá Benjani. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í lið Portsmouth.

Sagan um Carlos Tevez heldur áfram

FIFA hefur vísað máli Carlos Tevez, leikmanni West Ham aftur til íþróttagerðardóms. West Ham og Manchester United höfðu biðlað til FIFA um að yfirfara samningsmál Tevez vegna hugsanlegra kaupa United á leikmanninum. Flutningur Tevez til United frá West Ham hefur ekki getað gengið í gegn vegna þess að MSI, fyrirtæki Kia Joorabchian umboðsmanns Tevez, segist eiga fjárhagslegan rétt á leikmanninum.

West Ham á eftir Dyer

Eggert Magnússon og félagar í West Ham eru ekki hættir að hugsa um leikmannakaup þrátt fyrir að hafa fengið til sín fimm leikmenn í sumar. Núna hafa þeir beint athygli sinni að Kieron Dyer hjá Newcastle. Ástæðan fyrir þessum skyndilega áhuga er sú að Julien Faubert sem að West Ham keypti fyrr í sumar verður frá vegna meiðsla næsta hálfa árið.

Shinawatra nær fullri stjórn yfir Manchester City

Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, Thaksin Shinawatra, er nú búinn að ná fullri stjórn yfir Manchester City eftir að hafa keypt að minnsta kosti 75% hlut í félaginu. Shinawatra hefur byggt upp sinn hlut smám saman og hefur nú náð takmarkinu.

Scholes gæti misst af byrjun tímabilsins

Sir Alex Ferguson hefur greint frá því að Paul Scholes gæti misst af byrjun næsta tímabils vegna meiðsla á hné í leik gegn FC Seoul á föstudaginn. Scholes var sendur heim frá Asíu til að fá bót meina sinna og verður hann líklega frá í fjórar vikur vegna aðgerðar sem hann mun gangast undir.

Manchester United sigraði Schenzen stórt

Manchester United vann stórsigur á Schenzen í þriðja leik sínum á æfingatúr sínum í Asíu. Leikar enduðu 6-0 og skiptust mörkin jafnt á milli leikmanna. Nani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í leiknum.

Ljungberg búinn að skrifa undir hjá West Ham

Sænski miðjumaðurinn Freddie Ljungberg hefur samþykkt að ganga til liðs við West Ham frá Arsenal. Leikmaðurinn, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham, er talinn kosta félagið í kringum 3 milljónir punda. Ljungberg spilaði 325 leiki fyrir Arsenal og skoraði 72 mörk síðan hann kom til liðsins árið 1998 frá Halmstad.

Blackburn lagði FK Vetra

Benni McCarthy og Matt Derbyshire skoruðu mörk West Ham í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á litháenska liðinu FK Vetra í þriðju umferðinni í Intertoto bikarnum. Leikurinn fór fram í Litháen og síðari viðureigninn fer fram á Ewood Park á laugardaginn kemur.

Babel hlustaði ekki á landsliðsþjálfarann

Ryan Babel hlustaði ekki á aðvaranir landsliðsþjálfarans Marco van Basten þegar hann ákvað að ganga í raðir Liverpool á dögunum, en Van Basten sagði drengjunum í U-21 árs liði Hollendinga að þeim væri hollast að halda sig í röðum liða í heimalandinu ef þær ætluðu að eiga möguleika á að komast í landsliðið fyrir EM 2008.

Ljungberg á leið til West Ham?

Sænskir fjölmiðlar fullyrða í kvöld að enska úrvalsdeildarfélagið West Ham sé nú aðeins hársbreidd frá því að landa sænska miðjumanninum Freddie Ljungberg frá Arsenal. Kaupverðið er sagt 3,5 milljónir punda og Aftonbladet segir að hann muni fá 60,000 pund í vikulaun.

Terry finnur sig ekki með fræga fólkinu

Ensksi landsliðsfyrirliðinn John Terry hjá Chelsea var ekki sérstaklega hrifinn af Los Angeles þegar hann dvaldi þar í nokkra daga á æfingaferðalagi. Hann segist ekki geta hugsað sér að feta í fótspor David Beckham í stjörnulífinu - né heldur Vinnie Jones ef út í það er farið.

Morientes hefur trú á Torres

Spænski framherjinn Fernando Morientes er viss um að landa sínum og nafna Fernando Torres muni takast að festa sig í sessi með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þó honum sjálfum hafi ekki tekist það á sínum tíma.

Robben er ekki á leið til Real

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að fjarvera Arjen Robben í æfingaleiknum við LA Galaxy í nótt stafi af meiðslum leikmannsins og hafi ekki komið til vegna yfirvofandi farar hans til Real Madrid á Spáni eins og sagt var í nokkrum fjölmiðlum í morgun. "Robben flýgur með okkur til Englands - ekki til Madrid," sagði Mourinho.

Barton missir af upphafi leiktíðar með Newcastle

Miðjumaðurinn Joey Barton hjá Newcastle mun missa af upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði eftir að hann brákaði bein í fæti sínum í æfingaleik gegn Carlisle í gær. Barton mun fara í aðgerð fljótlega og verður væntanlega frá keppni í að minnsta kosti sex vikur.

Berbatov tryggði Tottenham sigur

Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov skoraði sigurmark Tottenham í dag þegar liðið lagði Kaiser Chiefs frá Suður-Afríku 2-1 í fyrsta leik sínum á æfingaferðalagi þar í landi. Robbie Keane kom Tottenham yfir í leiknum í fyrri hálfleik, en heimamenn jöfnuðu í upphafi þess síðari. Það var svo Berbatov sem skoraði sigurmarkið af stuttu færi eftir góðan undirbúining varamannsins Darren Bent þegar hálftími lifði leiks.

Ferguson reiknar með að landa Tevez

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United viðurkennir að hann hafi enga varaáætlun ef ekkert verður af fyrirhuguðum kaupum félagsins á framherjanum Carlos Tevez frá West Ham. Málið er í mikilli flækju enn sem komið er, en Ferguson treystir á að það leysist í tæka tíð.

Young keyptur til Middlesbrough

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough gekk í gær frá kaupum á enska landsliðsmanninum Luke Young frá Charlton fyrir 2,5 milljónir punda. Young hafði verið orðaður við Man City og Aston Villa, en fær nú tækifæri til að halda áfram að leika í úrvalsdeildinni eftir að lið hans féll úr deildinni í vor. Hann er 28 ára og getur spilað margar stöður á vellinum, en leikur helst í stöðu bakvarðar.

Ecclestone útilokar ekki að kaupa Arsenal

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist ekki útiloka að gera kauptilboð í knattspyrnufélagið Arsenal ef hann sér hag í því. Bandaríski auðkýfingurinn Stan Kroenke hefur þegar verið orðaður við yfirtöku í félaginu, en Ecclestone íhugaði á sínum tíma að gera yfirtökutilboð í Chelsea.

Fowler semur við Cardiff

Framherjinn Robbie Fowler hefur gengið frá tveggja ára samningi við Cardiff. Fowler hafnaði tilboðum frá Sydney FC í Ástralíu og Leicester City og ákvað að ganga í raðir Cardiff þar sem hann þekkir vel til stjórnarformannsins Peter Risdale frá dögum sínum með Leeds. Fowler er 32 ára gamall og var látinn fara frá Liverpool í vor.

Hrósar Heiðari í hástert

Sammy Lee, stjóri Bolton, hefur keypt fimm menn í sumar, Jlloyd Samuel, Gavin McCann, Danny Guthrie, Mikael Alonso og nú síðast Heiðar Helguson. Hann segist ætla að kaupa fleiri leikmenn í sumar en tekur jafnframt fram að hann muni ekki halda framherjanum Nicolas Anelka hjá félaginu, komi stórlið með tilboð í Frakkann.

Sjá næstu 50 fréttir