Fleiri fréttir

Van der Sar íhugar að hætta næsta vor

Hollenski markvörðurinn Edwin van der Sar hjá Manchester United segir að mögulega verði næsta leiktíð hans síðasta hjá félaginu. Samningur hans rennur út næsta sumar og hann viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við frammistöðu sína með liðinu í lokaleikjunum á síðustu leiktíð.

Ferguson: Heinze fer ekki til Liverpool

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir útilokað að varnarmaðurinn Gabriel Heinze verði seldur til erkifjendanna Liverpool. Rafa Benitez bauð United 6 milljónir punda í leikmanninn, sem er talið það verð sem United vill fá fyrir hann - en því var neitað umsvifalaust. "Ég get fullvissað alla um að Liverpool fær ekki Gabriel Heinze," sagði Alex Ferguson.

West Ham svarar Joorabchian

Forráðamenn West Ham blása á ummæli Kia Joorabchian frá því í gærkvöldi þegar hann sakaði félagið um að hafa svikið gefin loforð í máli framherjans Carlos Tevez. Félagið svaraði hinsvegar fullum hálsi í dag og segir að allir samningar sem Joorabchian hafi gert við West Ham um leikmanninn hafi verið við fyrrum stjórnarmenn félagsins og fullyrða að leikmaðurinn sé að fullu samningsbundinn félaginu.

John Terry tábrotinn

Varnarmaðurinn John Terry, fyrirliði Chelsea og enska landsliðsins, tábrotnaði í æfingaleik Chelsea og Suwon Bluewings í fyrrakvöld. Ekki er vitað hvort Terry verður lengi frá vegna þessa, en reiknað er með því að hann verði búinn að ná sér fyrir vináttuleik Þjóðverja og Englendinga þann 22. ágúst.

Pearce tekur formlega við U-21 liði Englendinga

Enska knattspyrnusambandið hefur gengið frá formlegum samningi við Stuart Pearce um að þjálfa U-21 árs landslið Englendinga. Pearce var fenginn til að taka við liðinu í hlutastarfi í janúar, en hefur síðan verið rekinn frá Manchester City. Hann stýrði landsliðinu í undanúrslit á Evrópmótinu í síðasta mánuði.

Terry gerir ofursamning - 1583 krónur á mínútu næst fimm árin

The Sun heldur því fram í dag að John Terry, fyrirliði Englands og Chelsea, sé búinn að ná samkomulagi við Chelsea um nýjan samning. Terry fær 131 þúsund pund á viku fyrir fimm ára samning við félagið. Þetta gerir Terry að launahæsta knattspyrnumanni á Englandi.

Lee Hendrie skrifar undir hjá Sheffield United

Sheffield United hefur tryggt sér Lee Hendrie frá Aston Villa. Leikmaðurinn var með lausan samning og fer því frítt til Sheffield United. Hendrie skrifaði undir þriggja ára samning við félagið, en liðið féll úr Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Ian Wright tilbúinn að halda með Tottenham

Arsenal goðsögnin Ian Wright segist alveg geta hugsað sér að sitja á White Hart Lane og styðja Tottenham ef sonur hans Shaun Wright-Phillips gengur í raðir liðsins frá Chelsea eins og greint hefur verið frá í bresku blöðunum.

Fabregas vill verða fyrirliði Arsenal

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hefur undirstrikað skuldbindingu sína við Arsenal með því að óska eftir því að fá að gerast fyrirliði liðsins í framtíðinni. Fabregas hefur nú lofað að einbeita sér að fullu að Arsenal eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid í allt sumar.

Slúðrið á Englandi í dag

Arjen Robben hjá Chelsea er eðlilega sá maður sem mest er talað um í slúðrinu á Englandi í dag, enda er talið að hann gangi í raðir Real Madrid á næstu dögum. The Sun segir að Real muni bjóða honum sex ára samning sem muni borga honum 24 milljónir punda í laun.

City neitaði tilboði Besiktas í Vassell

Sven-Göran Eriksson og félagar hjá Manchester City neituðu í dag kauptilboði tyrkneska félagsins Besiktas í framherjann Darius Vassell. Þetta er talið benda til þess að Vassell muni spila stórt hlutverk hjá Eriksson á næstu leiktíð, en hann var aðallega notaður sem útherji á síðustu leiktíð og náði sér aldrei á strik í markaskorun fyrir vikið.

FIFA kallað til í Tevez-deilunni

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur ákveðið að kalla á Alþjóða Knattspyrnusambandið til að reyna að fá leyst úr hnútnum sem myndast hefur í máli framherjans Carlos Tevez. Manchester United er að reyna að kaupa leikmanninn frá West Ham, en ef svo fer sem horfir stefnir í að ekki náist að klára kaupin fyrir 31. ágúst sem er síðasti dagur félagaskipta á Englandi.

Faubert gæti misst af fyrstu leikjum West Ham

Franski miðjumaðurinn Julien Faubert hjá West Ham gæti misst af fyrstu leikjum West Ham í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa meiðst illa á ökkla í æfingaleik liðsins í Austurríki í gær. Faubert er 23 ára gamall og átti að verða lykilmaður í liði Alan Curbishley á næstu leiktíð eftir að hann var keyptur á 6,1 milljón punda frá Bordeux.

Voronin byrjar vel með Liverpool

Framherjinn Andriy Voronin stal senunni í gær þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Liverpool á Werder Bremen í æfingaleik og féllu þeir Fernando Torres og Ryan Babel þar með alveg í skuggann. Michael Owen skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle í 19 mánuði þegar liðið lagði Hartlepool 3-1 og Didier Drogba skoraði sigurmark Chelsea í 1-0 sigri á Bluewings frá Kóreu í Kaliforníu.

Cannavaro neitaði Chelsea

Ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid hefur neitað að ganga í raðir Chelsea á Englandi, en honum stóð það til boða á dögunum að sögn umboðsmanns leikmannsins. Cannavaro er 33 ára gamall og þykir framtíð hans hjá Real ótrygg eftir að landi hans Fabio Capello var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Robben hefur samþykkt samningstilboð Real Madrid

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben hjá Chelsea hefur samþykkt að ganga í raðir Real Madrid og hefur þegar samþykkt samningstilboð frá félaginu. Chelsea og Real Madrid hafa þó enn ekki komist að samkomulagi um kaupverðið. Þetta kemur fram á vef breska sjónvarpsins.

Santa Cruz vill ólmur fara til Englands

Framherjinn Roque Santa Cruz hjá Bayern Munchen vill helst af öllu spila í ensku úrvalsdeildinni að sögn umboðsmanns leikmannsins. Santa Cruz gerði gott mót með landsliði sínu á Copa America á dögunum, en hann er ekki inni í myndinni hjá forráðamönnum Bayern á næstu leiktíð.

Wright-Phillips orðaður við Tottenham

Nokkur bresku blaðanna halda því fram í dag að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea sé á leið til Tottenham fyrir um 12-14 milljónir punda í vikunni. Sagt er að viðræður milli félaganna séu komnar langt á veg, en af þessum kaupum yrði hjá Tottenham myndi það þýða að félagið væri búið að eyða hátt í 50 milljónum punda til leikmannakaupa í sumar.

Tevez bannað að fara í læknisskoðun

Argentínumaðurinn Carlos Tevez mun ekki fara í læknisskoðun hjá Manchester United á morgun eftir að West Ham neitað að gefa grænt ljós á að hann færi í skoðunina. Mál Tevez er því enn langt frá því að leysast þar sem United, West Ham, MSI-fyrirtækið og enska úrvalsdeildin deila um fyrirhuguð félagaskipti hans til Manchester.

Torres spilar sinn fyrsta leik í kvöld

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool spilar væntanlega sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Werder Bremen í æfingaleik í Sviss. Torres á raunar við ökklameiðsli að stríða en þau eru ekki talin alvarleg. Til greina kemur að hann verði í framlínunni með öðrum nýjum framherja liðsins, Andriy Voronin.

Geovanni til Manchester City

Manchester City gekk í dag frá samningi við brasilíska miðjumanninn Geovanni sem var með lausa samninga hjá Cruzeiro í heimalandi sínu. Geovanni þessi er 27 ára gamall og lék áður með Barcelona og Benfica. Hann á að baki fimm landsleiki og hefur skrifað undir eins árs samning við City. Hann er þriðji maðurinn sem Sven-Göran Eriksson kaupir til félagsins á einni viku auk þeirra Rolando Bianchi og Gelson Fernandes.

Wilhelmsson orðaður við Bolton

Sænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Bolton sé nú líklegast til að landa útherjanum Christian Wilhelmsson frá Nantes í Frakklandi. Landsliðsmaðurinn sænski náði sér aldrei á strik í Frakklandi en átti ágæta leiktíð sem lánsmaður með Roma á síðasta tímabili.

Heinze sagður á leið til Liverpool

Argentínski varnarmaðurinn Gabriel Heinze stefnir á að verða fyrsti leikmaðurinn í 43 ár sem seldur er beint milli erkifjendanna Manchester United og Liverpool á Englandi. Sir Alex Ferguson segir að leikmaðurinn muni líklega fara frá United í sumar, en bresku blöðin segja þó að hann vilji ólmur losna við hann frá Englandi í stað þess að sjá hann fara til Liverpool. Heinze er sagður með klausu í samningi sínum sem leyfi honum að fara ef í hann kemur 6 milljón punda tilboð.

Anelka skoraði tvívegis í sigri Bolton

Nicolas Anelka var í stuði í dag þegar Bolton tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í Friðarbikarnum í Suður-Kóreu með 2-1 sigri á Santander frá Spáni. Spænska liðið náði forystunni í fyrri hálfleik með marki Albendea, en Anelka skoraði tvö mörk á níu mínútna kafla í þeim síðari og tryggði Bolton sigurinn. Tottenham tók þátt í þessu móti fyrir hönd Englendinga í fyrra og sigraði á mótinu.

Chelsea ætlar að fara varlega með Cole

Jose Mourinho stjóri Chelsea, segir félagið ætla að fara mjög varlega með bakvörðinn Ashley Cole á næstu vikum eftir að varamaður hans Wayne Bridge meiddist á mjöðm og verður frá í tvo mánuði. Cole er sjálfur að stíga upp úr langvarandi meiðslum.

Flutningur í vændum hjá Everton?

Framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Everton segir að félaginu standi til boða tilboð aldarinnar til að byggja nýjan leikvöll sem staðsettur yrði í Kirkby, nokkuð fyrir utan Liverpoolborg. Leikvangurinn yrði að stórum hluta fjármagnaður af Tesco verslunarkeðjunni og tæki 50-55,000 manns í sæti.

Framtíð Drogba óráðin

Framherjinn Didier Drogba hefur látið í það skína í viðtölum að hann sé jafnvel að hugsa sér að fara frá Chelsea. Vitað er að hann er eftirsóttur af stórliðum Evrópu og í viðtali við The Sun í dag segir markaskorarinn framtíð sína óráðna með öllu.

United gerði jafntefli við japönsku meistarana

Manchester United spilaði í dag æfingaleik við japönsku meistarana í Urawa Reds og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Darren Fletcher og Cristiano Ronaldo skoruðu mörk enska liðsins fyrir framan rúmlega 58,000 áhorfendur í Tókíó. Heimamenn jöfnuðu leikinn í 2-2 á 78. mínútu eftir að hafa náð forystu snemma leiks.

Beckham tæpur gegn Chelsea

Óvíst er hvort David Beckham geti spilað með LA Galaxy þegar það mætir Chelsea í æfingaleik á laugardaginn. Leiksins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu í Bandaríkjunum því hann átti að vera frumraun Beckham með liði sínu LA Galaxy. Ökklameiðsli Beckhams hafa tekið sig upp að nýju og hefur hann lítið geta beitt sér á æfingum enn sem komið er.

Mido hugsanlega á leiðinni til Birmingham

Egypski framherjinn Mido, er á leiðinni til Birmingham frá Tottenham á láni í eitt ár. Þetta segir hann við vefsíðuna FilGoal í heimalandi sínu. Mido hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Tottenham vegna komu Darren Bent frá Charlton.

Húsleit hjá Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun

Lögreglan í Englandi gerði húsleit hjá þremur knattspyrnuliðum, Newcastle, Portsmouth og Rangers í morgun vegna gruns um spillingu. Lögreglan staðfestir að húsleitir hafi verið framkvæmdar í morgun, en tekur fram að málið tengist ekki skýrslu Stevens lávarðs.

Harewood í samningsviðræðum við Aston Villa

Enska Úrvalsdeildarliðið Aston Villa er í viðræðum við framherjann Marlon Harewood um hugsanlegan flutning leikmannsins til Villa frá West Ham. Þetta er staðfest á vefsíðu SkySports. Harewood hefur fengið leyfi til þess að yfirgefa West Ham þar sem hann er ekki í framtíðaráætlunum Alan Curbishley, framkvæmdastjóra liðsins.

Madrid gerir tilboð í Robben

Real Madrid hefur lagt fram tilboð hollenska vængmannin Arjen Robben hjá Chelsea, samkvæmt umboðsmanni leikmannsins. Spænsku meistararnir hafa verið mikið orðaðir við Robben í sumar, og nú hafa þeir boðið 13,5 milljónir punda í leikmanninn.

Malouda byrjar vel hjá Chelsea

Florent Malouda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með prýði. Í æfingaleik gegn Club America lenti Chelsea undir áður en Malouda skoraði glæsilegt mark á 75 mínútu. Níu mínútum síðar átti Malouda ágæta fyrirgjöf á fyrirliðann John Terry, sem tryggði Chelsea sigur með skallamarki.

Peter Crouch kostar 20 milljónir punda

Forráðamenn Liverpool hafa gefið það út að liðið muni ekki selja Peter Crouch fyrir minna en 20 milljónir punda. Þetta kemur í kjölfar þess að Aston Villa, Newcastle og Manchester City hafa lýst yfir áhuga sínum á leikmanninum.

Newcastle og Chelsea á eftir Cannavaro

Ensku Úrvalsdeildarliðin Chelsea og Newcastle eru nú að berjast um þjónustu Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, en þessar fréttir koma í kjölfar þess að nýr þjálfari Real, Bernd Schuster, hefur sagt að ekki væri þörf fyrir Cannavaro lengur hjá liðinu.

Mancini orðaður við Liverpool

Liverpool eru orðaðir við kaup á Alessandro Mancini, leikmann Roma samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Gilmar Veloz. Mancini átti frábært tímabil með Roma á síðasta tímabili. Veloz segir að hann hafi talað við Rafa Benitez, framkvæmdastjóra Liverpool, en tekur það fram að engar samningsviðræður hafi átt sér stað á milli liðanna.

Æfingaleikir ensku Úrvalsdeildarliðanna

Nokkur Úrvalsdeildarlið eru byrjuð að spila æfingaleiki til að stilla lið sín fyrir komandi átök í deildinni. West Ham, Arsenal, Liverpool, Portsmouth, Manchester City og Bolton sigruðu öll leiki sína í gær. Sven-Göran Erikson stjórnaði City til sigurs gegn Doncaster í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri.

Mourinho býst ekki við að kaupa fleiri leikmenn

José Mourinho segir að kaupin á Florent Malouda séu sennilega síðustu kaup Chelsea í sumar. Mourinho kvartaði sáran yfir að vera með of lítinn hóp á síðasta tímabili þegar mikið var um meiðsli innan liðsins, og því var búist við að hann myndi kaupa marga leikmenn í sumar.

City kaupir Svisslending fyrir metupphæð

Enska Úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur landað hinum efnilega Gelson Fernandes, 20 ára svissneskum miðjumanni. City keypti leikmanninn frá Sion fyrir 3,8 miljónir punda sem er met í svissnesku deildinni.

Fer Shevchenko aftur til A.C. Milan?

Eigandi Chelsea, Roman Abramovich, ætlar að tala við Andriy Shevchenko áður en ákveðið verður hvort að leikmaðurinn verði seldur aftur til A.C. Milan með miklu tapi. Shevchenko var keyptur til Chelsea frá Milan fyrir síðasta tímabil fyrir 30 milljónri punda.

Umboðsmaður: Ljungberg spilar ekki með öðru liði á Englandi

Freddie Ljungberg, miðjumaður Arsenal, fer ekki til annars liðs í Úrvalsdeildinni samkvæmt umboðsmanni hans, Claes Elefalk. Allt lítur út fyrir að leikmaðurinn sé á förum frá Arsenal í sumar og hafa lið Manchester City og Sunderland verið orðuð við leikmanninn.

Liverpool kaupir Babel

Liverpool hefur klófest hollenska landsliðsmanninn Ryan Babel frá Ajax og hefur hann skrifað undir fimm ára samning við félagið. Talið er að Liverpool pungi út 11,5 milljónum punda fyrir leikmanninn.

AZ Alkmaar býður Grétari Rafni nýjan samning

Hollenska liðið AZ Alkmaar hefur boðið íslenska landsliðsmanninum Grétari Rafni Steinssyni nýjan samning við félagið. Þetta sýnir að félagið ætli sér að halda Grétari í herbúðum liðsins, en enska úrvalsdeildarliðið Middlesbrough hefur verið á eftir honum.

Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu

Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez.

Sjá næstu 50 fréttir