Fleiri fréttir

„Getum ekki beðið eftir því að spila“
Ásta Eir Einarsdóttir getur í kvöld lyft fyrsta bikarnum eftir að hún við fyrirliðabandinu hjá Breiðabliki. Blikar mæta þá Þrótturum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Hermann hættur hjá Þrótti: „Verðum honum ævinlega þakklát“
Hermann Hreiðarsson er hættur sem þjálfari Þróttar Vogum eftir eins og hálfs árs starf þar.

Allir vinnufélagar fyrirliða Þróttar ætla að mæta á stærsta leik í sögu félagsins
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, segir að bikarúrslitaleikurinn gegn Breiðabliki sé stærsti leikur í sögu félagsins.

Tölvupóstur frá Öfgum tekinn fyrir á stjórnarfundi KSÍ
Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands á mánudaginn.

Óli Jóh verður áfram með FH liðið
Ólafur Jóhannesson verður áfram þjálfari FH-liðsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta en hann hefur gert nýjan samning við félagið. Davíð Þór Viðarsson er aftur á móti hættur.

Enn óvissa um framtíð Hannesar og Heimir vildi ekki tjá sig ummæli hans
Enn virðist ríkja fullkomin óvissa um það hvort Hannes Þór Halldórsson komi til með að verja mark Vals á næsta keppnistímabili, þó að samningur hans við félagið gildi fram í október á næsta ári.

Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH
Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar.

Hetjan úr hverfinu framlengir við Fram
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2024. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins.

Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild
Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur.

Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum
Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar.

Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum
Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn.

Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina
Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi.

Pepsi Max tölur: Guy Smit bjargaði tvöfalt fleiri mörkum en sá næstbesti
Nýliðar Leiknis héldu sæti sínu í Pepsi Max deild karla í sumar og það er ekki síst þökk sé hetjudáðum hollenska markvarðarins Guy Smit. Tölfræðin sýnir þetta svart á hvítu.

Þór/KA lætur þjálfarateymið fara
Stjórn Þórs/KA hefur ákveðið að skipta um þjálfara hjá liðinu og venslaliðinu Hömrunum.

Guðlaugur hættur eftir fall Þróttar úr Lengjudeildinni
Guðlaugur Baldursson mun ekki stýra Þrótti Reykjavík í 2. deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hann tók við liðinu síðasta haust en tókst ekki að afstýra hinu óumflýjanlega, eftir tvö ár þar sem Þróttur lifði á lyginni þá féll liðið niður um deild.

Pepsi Max tölur: KR-ingar spiluðu 150 mínútur af uppbótatíma í sumar
KR-ingar áttu þann leikmann í Pepsi Max deild karla sem spilaði flestar mínútur í sumar og voru það lið sem spilaði flestar mínútur í deildinni af viðbættum þeim tíma sem dómarnir bættu við.

Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi
„Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum.

Óvissa um framtíð Hannesar og Valsmenn svara ekki
Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson gæti verið á förum frá Val þrátt fyrir að eiga enn eftir eitt ár af samningi sínum við félagið.

Segir lágstemmdan lokafögnuð faraldrinum að kenna
Stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að halda ekki hefðbundið lokahóf að afloknu keppnistímabili um helgina. Óánægja er með þá ákvörðun í röðum Íslandsmeistara félagsins í kvennaflokki. Framkvæmdastjóri Vals þvertekur fyrir að ákvörðunin hafi verið tekin vegna ófullnægjandi árangurs karlaliðsins.

Pablo Punyed vonast til að geta verið lengi í Víkinni
Um helgina varð Pablo Punyed Íslandsmeistari í knattspyrnu ásamt liðsfélögum sínum í Víking, en hann hefur nú unnið stóran titil með fjórum mismunandi félögum frá því að hann kom til Íslands árið 2012. Pablo var í stuttu spjalli við Stöð 2 og fór stuttlega yfir tímabilið, veru sína á Íslandi, og bikarkeppnina sem framundan er.

Frá Hong Kong í Þorpið
Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Aðeins eitt lið í deildinni á næsta ári sem hefur ekki orðið Íslandsmeistari
Næsta sumar verða ellefu Íslandsmeistarafélög í fyrsta sinn í sögu efstu deildar karla en þetta var ljós eftir úrslit helgarinnar.

Fjórða félagið sem vinnur langþráðan stóran titil eftir að Pablo mætir á svæðið
Salvadorinn Pablo Punyed er mikill sigurvegari en það hefur hann sýnt og sannað ítrekað í íslenska fótboltanum. Hann varð Íslandsmeistari með Víkingum í lokaumferð Pepsi Max deild karla á laugardaginn.

Óljóst hvort Ólafur verði áfram með FH
Það kemur í ljós á næstu dögum hver þjálfar FH í Pepsi Max-deild karla á næsta tímabili.

Víkingar eru óvæntustu Íslandsmeistararnir í sögunni
Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um helgina og settu um leið nýtt met. Aldrei hefur Íslandsmeisturum verið spáð lakara gengi fyrir tímabilið.

Nikolaj Hansen og Agla María valin best í Pepsi Max deildunum
Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna sem leika í Pepsi Max deildum karla og kvenna kusu bestu leikmenn deildanna tveggja. Verðlaunin voru afhent í Pepsi Max Stúkunni í gærkvöldi fyrir hönd KSÍ.

Sjáðu mörkin, fagnaðarlætin og þegar Víkingar hófu bikarinn á loft
Víkingur Reykjavík varð í gær Íslandsmeistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í 30 ár eftir 2-0 sigur gegn Leikni í lokaumferð Pepsi Max deildar karla.

Alsæla í Fossvogi: „Búin að bíða drullulengi eftir þessu“
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Fossvoginum þegar Víkingur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn í 30 ár. Stuðningsmenn líktu sigrinum við alsælu og sögðu erfiða þrjá áratugi að baki.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur R. - Leiknir R. 2-0| Víkingur Reykjavík Íslandsmeistari 2021
Víkingur vann Leikni 2-0. Markahæsti leikmaður mótsins Nikolaj Hansen gerði fyrsta markið og lagði upp það seinna.Víkingur Reykjavík er Íslandsmeistari árið 2021. Þetta var sjötti Íslandsmeistaratitil Víkings og sá fyrsti í 30 ár.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi
Skagamenn náðu á ótrúlegan hátt að bjarga sér frá falli í háspennu leik við heimamenn í Keflavík í dag. Lokatölur voru 2-3 eftir að Keflavík leiddi 2-0 þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Bæði lið náðu að halda sæti sínu í deildinni, eftir að HK tapaði fyrir Breiðablik á sama tíma.

Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 2-2 | KA-menn misstu af þriðja sætinu
KA-menn misstu af þriðja sætinu þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi MAx deildar karla í dag.

Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti
Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn.

Umfjöllun: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallið úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks
Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar.

Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári
KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok.

Úrslit: Fylkir - Valur 0-6 | Valssigur í leik sem skipti litlu
Valur vann Fylki í leik sem skipti litlu máli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar í dag.

Lokaumferð deildarinnar: Íslandsmeistarar krýndir, mögulegt Evrópusæti í boði og hvaða lið fellur?
Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta og er í dag. Klukkan 16.00 í dag verður ljóst hvaða lið er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2021 sem og hvaða lið mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina.

Arnar um stórleik dagsins: „Þetta er bara móðir allra leikja“
„Það hefur gengið mjög vel eftir að við náðum okkur niður eftir KR-leikinn, það var svona tveir dagar og svefnlausar nætur eftir það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður hvernig vikan hefði verið hjá Víkingum sem spila sinn stærsta leik í að minnsta kosti 30 ár í dag.

Óskar Hrafn og Halldór framlengja í Kópavoginum
Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason hafa framlengt samninga sína við Breiðablik. Eru þeir nú samningsbundnir næstu fjögur árin. Þetta kemur fram á vef Breiðabliks.

Segja Hermann líklegastan til að taka við ÍBV
Talið er að Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson sé líklegastur til að taka við ÍBV en liðið mun leika í Pepsi Max deild karla í fótbolta sumarið 2022.

Jafntefli í lokaleik Lengjudeildar
Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum
Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun.

Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni
Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik.

Arnar áfram með KA
Arnar Grétarsson og KA hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu áfram á næsta tímabili.

„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“
Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti.

Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild
Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu.