Fleiri fréttir

Kristinn Ingi samdi við Val

Knattspyrnumaðurinn Kristin Ingi Halldórsson er genginn til við Val frá Fram en þetta kemur fram á vefsíðu Vals í dag.

Hermann hættur með ÍBV af persónulegum ástæðum

Hermann Hreiðarsson verður ekki áfram með ÍBV í Pepsi-deild karla en það kemur fram á heimasíðu ÍBV að Hermann sé hættur þjálfun liðsins. Þetta eru mjög óvæntar fréttir enda leit allt út fyrir að Hermann yrði áfram með liðið.

Lagerbäck er kominn upp fyrir Gauja Þórðar

Guðjón Þórðarson náði mögnuðum árangri með íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999 þegar landsliðið náði í helming stiga í boði í leikjum sínum í undankeppni HM og EM.

Bara Þýskaland með fleiri marka-menn en Ísland

Ísland á nú fjóra af sex markahæstu leikmönnunum í E-riðli Evrópuhluta undankeppni HM 2014 eftir að bæði Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld.

Donni aðstoðar Magga Gylfa hjá Val

Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Val en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

766 mínútna bið Gylfa á enda

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur á Laugardalsvellinum í gær og innsiglaði með því sigur íslensku strákanna sem eru í öðru sæti riðilsins þegar aðeins ein umferð er eftir. Þetta var fyrsta landsliðsmark Gylfa á Laugardalsvellinum.

Kolbeinn bætti met Eiðs Smára um tvö ár og fimm mánuði

Kolbeinn Sigþórsson varð í gær áttundi leikmaðurinn sem nær því að skora tólf mörk fyrir íslenska A-landsliðið en hann skoraði fyrra mark Íslands í 2-0 sigri á Kýpur í leik þjóðanna í undankeppni HM 2014.

Logi hættur með Stjörnuna

Logi Ólafsson mun ekki halda áfram að þjálfa lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta kom fyrst fram á vefmiðlinum 433.is í dag. Logi var bara eitt tímabil með Garðabæjarliðið en kom Stjörnumönnum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Greta Mjöll hætt í fótbolta

Greta Mjöll Samúelsdóttir, landsliðskona og fyrirliði bikarmeistara Breiðabliks í kvennafótboltanum, tilkynnti það í dag á fésbókarsíðu sinni að hún sé hætt í fótbolta aðeins 26 ára gömul.

Gunnlaugur mun ræða við Garðar um framtíð hans hjá ÍA

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í þessum mánuði mun framtíð framherjans Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar vera í óvissu eftir að knattspyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa áhuga á að nýta hans krafta í framtíðinni.

Pistill: Þess vegna eru þeir strákarnir okkar

Þegar fólk nær árangri og kemst fyrir vikið í kastljós fjölmiðla er oft einblínt á sigur einstaklingsins yfir sjálfum sér eða öðrum. Það er góð saga, en einungis hálf sögð.

Skagaliðið var brothætt í sumar

Gunnlaugur Jónsson var í gær ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu og mun því Skagamaðurinn stýra liðinu í 1. deildinni á næstu leiktíð. Gunnlaugur kom HK upp í fyrstu deild í sumar eftir sigur í 2. deildinni en nú er hann kominn heim.

Ekkert hatur á Laugardalsvellinum á morgun

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir á morgun Kýpur í undankeppni HM fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll en það seldist upp á leikinn fyrir löngu. Íslenska liðið getur stigið skref í átt að því að komast á HM í Brasilíu með sigri.

Atli og Guðmann framlengdu við FH

Stuðningsmenn FH fengu góð tíðindi í dag þegar þeir Atli Guðnason og Guðmann Þórisson skrifuðu undir nýjan samning við félagið.

Indriði Áki framlengir við Val

Indriði Áki Þorláksson, leikmaður Vals, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2016. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Mögnuð endurkoma gegn Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðið í fótbolta náði í stig á móti Frökkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag þrátt fyrir að vera 0-2 undir þegar aðeins átta mínútur voru eftir af leiknum. Strákarnir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér 2-2 jafntefli.

Leikmenn fá mikinn frjálsan tíma hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson héldu blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM í Brasilíu.

Skagamenn hafa miklar væntingar til Gunnlaugs

Gunnlaugur Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA og mun hann taka strax við liðinu. ÍA féll í sumar úr Pepsi-deildinni og verður það verkefni Gunnlaugs að koma liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.

Svarti listinn í Pepsi-deildinni í sumar

Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Það var ekki aðeins skoðað hverjir stóðu sig best heldur einnig hvaða leikmenn teljast vera slökustu leikmenn deildarinnar í sumar samkvæmt mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis.

Einar, Guðmann, Baldur, Viðar og Sverrir efstir á blaði

Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Við notuðum líka tækifærið og tókum einnig saman hvaða leikmenn stóðu sig best í hverri stöðu.

Baldur: Rúnar hefur skólað mig mikið til

Baldur Sigurðsson, miðjumaður Íslandsmeistara KR, er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta. Baldur var loksins heill á undirbúningstímabilinu og telur það hafa skipt öllu máli í sumar.

Bjarni var búinn að segja nei við nokkur félög

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram og mun þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann tekur við starfi Ríkharðs Daðasonar sem gerði Fram að bikarmeisturum í sumar.

Haraldur Freyr framlengir við Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við Keflavík til tveggja ára og verður hjá liðinu til loka ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Gat ekki sætt mig við þessa launalækkun

"Grindavík segir mér upp störfum þann fjórða október 2012 þegar forráðamenn félagsins afhenda mér uppsagnarbréf,“ segir Guðjón Þórðarson í samtali við Fréttablaðið í gær.

Nýr þjálfari ráðinn til Fram í vikulok

Fram hefur ekki enn ráðið þjálfara fyrir meistaraflokk karla en stjórn knattspyrnudeildar Fram náði ekki samkomulagi við Ríkharð Daðason um að halda áfram.

Sjá næstu 50 fréttir