Íslenski boltinn

Logi hættur með Stjörnuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Ólafsson á bekknum hjá Stjörnunni í sumar.
Logi Ólafsson á bekknum hjá Stjörnunni í sumar. Mynd/Valli
Logi Ólafsson mun ekki halda áfram að þjálfa lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla í fótbolta en þetta kom fyrst fram á vefmiðlinum 433.is í dag. Logi var bara eitt tímabil með Garðabæjarliðið en kom Stjörnumönnum í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Logi tók við liðinu af Bjarna Jóhannssyni og undir stjórn Loga náði Stjörnuliðið sínum besta árangri í deild (3. sæti og Evrópusæti) og bikar (2. sæti). Logi hefur áður þjálfað Selfoss, KR, ÍA, FH og Víking í efstu deild á Íslandi.

Stjarnan er nú eina félagið í Pepsi-deild karla sem hefur ekki ráðið þjálfara fyrir næsta tímabil en fótbolt.net greindi frá því í dag að Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, hafi hafnað boði Stjörnunnar um að taka við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×