Baldur: Rúnar hefur skólað mig mikið til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2013 07:00 Baldur Sigurðsson. Mynd/Daníel Það spilaði enginn betur í Pepsi-deildinni í sumar en KR-ingurinn Baldur Sigurðsson sem fékk 6,55 í meðaleinkunn hjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Baldur sló við FH-ingnum Birni Daníel Sverrissyni og Valsmanninum Hauki Páli Sigurðssyni sem komu í næstu sætum. KR-ingar voru frábærir í sumar og enginn betri en Baldur. Liðið setti nýtt stigamet (52 stig), skoraði yfir 50 mörk og gat fyrst tryggt sér titilinn þegar liðið átti þrjá leiki eftir. Baldur skoraði átta mörk í 20 leikjum af miðjunni og var í hópi markahæstu manna.Mörkin komu honum af stað „Maður er alltaf dæmdur af mörkunum og það voru þau sem komu mér af stað í tímabilinu. Ég var ánægður með tímabilið í heild sinni. Ég spilaði framarlega á vellinum en svo leysti ég mjög marga leiki djúpur á miðjunni með Jónasi Guðna. Mér fannst ég aðlagast báðum hlutverkum vel. Ég hef líka verið að bíða eftir því undanfarin ár að ná að halda stöðugleikanum út heilt tímabil en ekki vera með einhverjar rokur hér og þar og detta svo niður,“ segir Baldur. KR-ingar unnu tvöfalt árið 2011 og voru í titilbaráttunni árið eftir þar til liðið gaf mikið eftir í lokin. „Við lögðum bara mikla áherslu á það í vetur að taka mikinn lærdóm frá sumrinu 2012. Ég held að það hafi hjálpað okkur mjög mikið og eigi líka eftir að hjálpa okkur í framtíðinni,“ sagði Baldur. Baldur gaf tóninn strax í byrjun móts með því að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum KR-liðsins sem allir unnust. Gerði hann eitthvað annað í vetur en árin á undan? „Munurinn var kannski sá að ég hélst heill allt undirbúningstímabilið og í raun allt sumar. Ég lenti aldrei í neinum meiðslum ólíkt því sem hefur verið síðustu sumur,“ segir Baldur og bætir við: „Þegar ég kom til KR í apríl 2009 kom ég inn með slæm ökklameiðsli og það tók mig langan tíma að ná mér af þeim. Á næstu árum á eftir var alltaf eitthvað og það gerðist alltaf á miðju undirbúningstímabili. Þá var maður alltaf að vinna sig í form á tímabilinu.“ Baldur segist eiga þjálfaranum Rúnari Kristinssyni mikið að þakka. „Ég er í rauninni að spila stöðuna hans því ég spila þarna í holunni. Hann setti mig þar um leið og hann tók við liðinu og ég hef bara haldið mig þar með örfáum undantekningum,“ segir Baldur og hann hefur notið góðs af þekkingu Rúnars á hans stöðu. „Hann hefur skólað mig mikið til en það leiðinlegasta í þessu er að ég get aldrei gert allt sem hann biður mig um því hann var svo góður sjálfur,“ segir Baldur. Það hlýtur að vera eitthvað sem hann gerir betur en Rúnar? „Ég veit það nú ekki en hann kunni allavega ekkert að skalla,“ svarar Baldur hlæjandi. Baldur segir hungrið í titla bara aukast við það að vinna og hann ætlar sér að standa sig vel og hjálpa KR að halda sér á toppnum. Baldur segir hins vegar að atvinnumennskan komi ekki til greina. „Ég fékk að prófa atvinnumennsku á sínum tíma en ég held að þeim kafla hjá mér sé lokið,“ segir Baldur og bendir á að hann hafi kannski spilað undir minni pressu vegna þessa.Skólinn og fjölskyldan „Þegar maður var ungur lá þetta alltaf í hausnum. Ég held að það hafi bara hjálpað mér í spilamennskunni í sumar að ég var ekkert að pæla í atvinnumennsku og vildi bara standa mig sem best hér hjá KR. Nú er maður bara að klára skólann og er kominn með fjölskyldu. Ég vil bara einbeita mér að lífinu hér og er virkilega sáttur í KR. Ég vil bara gera eins vel og ég get fyrir KR á meðan ég fæ nýjan samning hjá þeim,“ segir Baldur. Besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2013(Lágmarkið er einkunn í 14 leikjum af 22) 1 Baldur Sigurðsson KR 6,55 2 Björn Daníel Sverrisson FH 6,48 3 Haukur Páll Sigurðsson Valur 6,44 4 Guðmann Þórisson FH 6,41 5 Viðar Örn Kjartansson Fylkir 6,41 6 Einar Hjörleifsson Víkingur Ó. 6,39 7 Halldór Orri Björnsson Stjarnan 6,38 8 Óskar Örn Hauksson KR 6,36 9 Atli Viðar Björnsson FH 6,27 10 Sverrir Ingi Ingason Breiðablik 6,24 11 Abdel-Farid Zato-Arouna Víkingur Ó. 6,18 12 Sam Tillen FH 6,15 13 Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV 6,14 14 Brynjar Gauti Guðjónsson ÍBV 6,14 15 Guðmundur Reynir Gunnarsson KR 6,11 16 Finnur Orri Margeirsson Breiðablik 6,10 17 Almarr Ormarsson Fram 6,05 18 Jónas Guðni Sævarsson KR 6,05 18 Kristinn Jónsson Breiðablik 6,05 18 Mark Tubæk Þór Ak. 6,05 21 Víðir Þorvarðarson ÍBV 6,05 22 Róbert Örn Óskarsson FH 6,00 22 Atli Jóhannsson Stjarnan 6,00 22 David James ÍBV 6,00 25 Daníel Laxdal Stjarnan 5,95 25 Gary Martin KR 5,95 27 Samuel Hewson Fram 5,95 28 Ingvar Jónsson Stjarnan 5,95 28 Arnór Ingvi Traustason Keflavík 5,95 30 Chukwudi Chijindu Þór Ak. 5,94 31 Brynjar Ásgeir Guðmundsson FH 5,94 32 Arnór Eyvar Ólafsson ÍBV 5,91 32 Ögmundur Kristinsson Fram 5,91 32 Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR 5,91 35 Tonny Mawejje ÍBV 5,90 35 Andri Rafn Yeoman Breiðablik 5,90 35 Jóhann Laxdal Stjarnan 5,90 38 Fjalar Þorgeirsson Valur 5,89 39 Bjarni Guðjónsson KR 5,89 40 Freyr Bjarnason FH 5,88 41 Guðjón Pétur Lýðsson Breiðablik 5,85 41 Hólmbert Aron Friðjónsson Fram 5,85 41 Atli Guðnason FH 5,85 44 Michael Præst Stjarnan 5,84 45 Jóhann Helgi Hannesson Þór Ak. 5,82 46 Magnús Már Lúðvíksson Valur 5,82 47 Hannes Þór Halldórsson KR 5,80 47 Brynjar Björn Gunnarsson KR 5,80 47 Insa Bohigues Fransisco Víkingur Ó. 5,80 50 Kristján Hauksson Fylkir 5,79 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Það spilaði enginn betur í Pepsi-deildinni í sumar en KR-ingurinn Baldur Sigurðsson sem fékk 6,55 í meðaleinkunn hjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Baldur sló við FH-ingnum Birni Daníel Sverrissyni og Valsmanninum Hauki Páli Sigurðssyni sem komu í næstu sætum. KR-ingar voru frábærir í sumar og enginn betri en Baldur. Liðið setti nýtt stigamet (52 stig), skoraði yfir 50 mörk og gat fyrst tryggt sér titilinn þegar liðið átti þrjá leiki eftir. Baldur skoraði átta mörk í 20 leikjum af miðjunni og var í hópi markahæstu manna.Mörkin komu honum af stað „Maður er alltaf dæmdur af mörkunum og það voru þau sem komu mér af stað í tímabilinu. Ég var ánægður með tímabilið í heild sinni. Ég spilaði framarlega á vellinum en svo leysti ég mjög marga leiki djúpur á miðjunni með Jónasi Guðna. Mér fannst ég aðlagast báðum hlutverkum vel. Ég hef líka verið að bíða eftir því undanfarin ár að ná að halda stöðugleikanum út heilt tímabil en ekki vera með einhverjar rokur hér og þar og detta svo niður,“ segir Baldur. KR-ingar unnu tvöfalt árið 2011 og voru í titilbaráttunni árið eftir þar til liðið gaf mikið eftir í lokin. „Við lögðum bara mikla áherslu á það í vetur að taka mikinn lærdóm frá sumrinu 2012. Ég held að það hafi hjálpað okkur mjög mikið og eigi líka eftir að hjálpa okkur í framtíðinni,“ sagði Baldur. Baldur gaf tóninn strax í byrjun móts með því að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjum KR-liðsins sem allir unnust. Gerði hann eitthvað annað í vetur en árin á undan? „Munurinn var kannski sá að ég hélst heill allt undirbúningstímabilið og í raun allt sumar. Ég lenti aldrei í neinum meiðslum ólíkt því sem hefur verið síðustu sumur,“ segir Baldur og bætir við: „Þegar ég kom til KR í apríl 2009 kom ég inn með slæm ökklameiðsli og það tók mig langan tíma að ná mér af þeim. Á næstu árum á eftir var alltaf eitthvað og það gerðist alltaf á miðju undirbúningstímabili. Þá var maður alltaf að vinna sig í form á tímabilinu.“ Baldur segist eiga þjálfaranum Rúnari Kristinssyni mikið að þakka. „Ég er í rauninni að spila stöðuna hans því ég spila þarna í holunni. Hann setti mig þar um leið og hann tók við liðinu og ég hef bara haldið mig þar með örfáum undantekningum,“ segir Baldur og hann hefur notið góðs af þekkingu Rúnars á hans stöðu. „Hann hefur skólað mig mikið til en það leiðinlegasta í þessu er að ég get aldrei gert allt sem hann biður mig um því hann var svo góður sjálfur,“ segir Baldur. Það hlýtur að vera eitthvað sem hann gerir betur en Rúnar? „Ég veit það nú ekki en hann kunni allavega ekkert að skalla,“ svarar Baldur hlæjandi. Baldur segir hungrið í titla bara aukast við það að vinna og hann ætlar sér að standa sig vel og hjálpa KR að halda sér á toppnum. Baldur segir hins vegar að atvinnumennskan komi ekki til greina. „Ég fékk að prófa atvinnumennsku á sínum tíma en ég held að þeim kafla hjá mér sé lokið,“ segir Baldur og bendir á að hann hafi kannski spilað undir minni pressu vegna þessa.Skólinn og fjölskyldan „Þegar maður var ungur lá þetta alltaf í hausnum. Ég held að það hafi bara hjálpað mér í spilamennskunni í sumar að ég var ekkert að pæla í atvinnumennsku og vildi bara standa mig sem best hér hjá KR. Nú er maður bara að klára skólann og er kominn með fjölskyldu. Ég vil bara einbeita mér að lífinu hér og er virkilega sáttur í KR. Ég vil bara gera eins vel og ég get fyrir KR á meðan ég fæ nýjan samning hjá þeim,“ segir Baldur. Besti leikmaður Pepsi-deildar karla 2013(Lágmarkið er einkunn í 14 leikjum af 22) 1 Baldur Sigurðsson KR 6,55 2 Björn Daníel Sverrisson FH 6,48 3 Haukur Páll Sigurðsson Valur 6,44 4 Guðmann Þórisson FH 6,41 5 Viðar Örn Kjartansson Fylkir 6,41 6 Einar Hjörleifsson Víkingur Ó. 6,39 7 Halldór Orri Björnsson Stjarnan 6,38 8 Óskar Örn Hauksson KR 6,36 9 Atli Viðar Björnsson FH 6,27 10 Sverrir Ingi Ingason Breiðablik 6,24 11 Abdel-Farid Zato-Arouna Víkingur Ó. 6,18 12 Sam Tillen FH 6,15 13 Eiður Aron Sigurbjörnsson ÍBV 6,14 14 Brynjar Gauti Guðjónsson ÍBV 6,14 15 Guðmundur Reynir Gunnarsson KR 6,11 16 Finnur Orri Margeirsson Breiðablik 6,10 17 Almarr Ormarsson Fram 6,05 18 Jónas Guðni Sævarsson KR 6,05 18 Kristinn Jónsson Breiðablik 6,05 18 Mark Tubæk Þór Ak. 6,05 21 Víðir Þorvarðarson ÍBV 6,05 22 Róbert Örn Óskarsson FH 6,00 22 Atli Jóhannsson Stjarnan 6,00 22 David James ÍBV 6,00 25 Daníel Laxdal Stjarnan 5,95 25 Gary Martin KR 5,95 27 Samuel Hewson Fram 5,95 28 Ingvar Jónsson Stjarnan 5,95 28 Arnór Ingvi Traustason Keflavík 5,95 30 Chukwudi Chijindu Þór Ak. 5,94 31 Brynjar Ásgeir Guðmundsson FH 5,94 32 Arnór Eyvar Ólafsson ÍBV 5,91 32 Ögmundur Kristinsson Fram 5,91 32 Grétar Sigfinnur Sigurðsson KR 5,91 35 Tonny Mawejje ÍBV 5,90 35 Andri Rafn Yeoman Breiðablik 5,90 35 Jóhann Laxdal Stjarnan 5,90 38 Fjalar Þorgeirsson Valur 5,89 39 Bjarni Guðjónsson KR 5,89 40 Freyr Bjarnason FH 5,88 41 Guðjón Pétur Lýðsson Breiðablik 5,85 41 Hólmbert Aron Friðjónsson Fram 5,85 41 Atli Guðnason FH 5,85 44 Michael Præst Stjarnan 5,84 45 Jóhann Helgi Hannesson Þór Ak. 5,82 46 Magnús Már Lúðvíksson Valur 5,82 47 Hannes Þór Halldórsson KR 5,80 47 Brynjar Björn Gunnarsson KR 5,80 47 Insa Bohigues Fransisco Víkingur Ó. 5,80 50 Kristján Hauksson Fylkir 5,79
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira