Íslenski boltinn

Almarr samdi við KR til ársins 2016

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almarr Ormarsson ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR.
Almarr Ormarsson ásamt Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR. mynd / kr.is
Almarr Ormarsson er genginn til liðs við KR frá Fram en hann gerði samning við Íslandsmeistarana til ársins 2016.

Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Almarr hefur verið í lykilhlutverki hjá Fram undanfarinn tímabil en hann er fæddir árið 1988.

Leikmaðurinn er uppalinn hjá KA en leikið fyrir Fram frá árinu 2008. Almarr varð bikarmeistari með Fram í sumar og gerði tvö mörk í þeim leik.

Kristinn Ingi Halldórsson gekk í raðir Vals í vikunni frá Fram og því hefur liðið misst tvo sterka leikmenn á síðustu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×