Íslenski boltinn

Svarti listinn í Pepsi-deildinni í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Það var ekki aðeins skoðað hverjir stóðu sig best heldur einnig hvaða leikmenn teljast vera slökustu leikmenn deildarinnar í sumar samkvæmt mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis.

Leikmenn fallliðs Skagamanna eru áberandi á svarta listanum í sumar en enginn var með lægri meðaleinkunn en Lettinn Maksims Rafalskis sem ÍA fékk til liðs við fyrir tímabilið. FH-ingurinn Pétur Viðarsson er í 2. sæti á þessum óvinsæla lista og því þriðja er Skagamaðurinn Kári Ársælsson.

Maksims Rafalskis var aðeins með 4,40 að meðaltali í þeim tíu leikjum þar sem hann spilaði nógu mikið til að fá einkunn. Hann er 29 ára miðjumaður sem á að baki þrettán landsleiki fyrir Lettland.

Leikmenn þurftu að fá einkunn fyrir fjórtán leiki á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins en það var nóg fyrir þá lélegustu að fá einkunn í tíu leikjum.

Lélegustu leikmenn Pepsi-deildar karla 2013:

Maksims Rafalskis    ÍA    4,40

Pétur Viðarsson    FH    4,50

Kári Ársælsson    ÍA    4,55

Jón Gunnar Eysteinsson    Fram    4,58

Haukur Baldvinsson    Fram    4,60

Einar Logi Einarsson      ÍA    4,67

Thomas Sörensen     ÍA    4,70

Janez Vrenko    Þór Ak.    4,73

Eggert Kári Karlsson    ÍA    4,93

 Arnar Már Guðjónsson    ÍA    4,93

Edin Beslija    Þór Ak.    4,94

Halldór Kristinn Halldórsson    Keflavík    4,95

Hallur Flosason    ÍA    5,00

Joakim Wrele    ÍA    5,05

Garðar Gunnlaugsson    ÍA    5,07




Fleiri fréttir

Sjá meira


×