Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar er út í Eyjum í viðræðum við ÍBV

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson Mynd / Anton
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands, mun vera staddur í Vestmannaeyjum í viðræðum við forráðamenn ÍBV um að taka við liðinu.

Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum en Hermann Hreiðarsson hætti með liðið á dögunum af persónulegum ástæðum.

Sigurður Ragnar hætti með kvennalandsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu síðan árið 2007 og komið stelpunum í tvígang á stórmót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×