Íslenski boltinn

Haraldur Freyr framlengir við Keflavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haraldur í leik með Keflavík árið 2010
Haraldur í leik með Keflavík árið 2010 mynd / anton
Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við Keflavík til tveggja ára og verður hjá liðinu til loka ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Haraldur Freyr er 31 árs hefur verið stóran hluta af sínum ferli hjá Keflavík. Leikmaðurinn lék sinn fyrsta leik með mestaraflokknum árið 1999 og hefur síðan þá tekið þátt í 147 deildarleikjum með Keflavík.

Leikmaðurinn lék lék í Noregi og Kýpur á árunum 2005 til 2009 og aftur í Noregi sumarið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×