Fleiri fréttir

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Guðný dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla mótherja

Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH í 1. deild kvenna í fótbolta, var í dag dæmd í fjögurra leikja bann af Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands. Guðný missti stjórn á sér í leik á móti sínum gömlu félögum í Sindra um síðustu helgi og skallaði mótherja.

Oliver og Þórður Jón semja við AGF í Danmörku

Oliver Sigurjónsson úr Breiðabliki og Þórður Jón Jóhannesson úr Haukum eru á leið til danska félagsins AGF. Oliver og Þórður Jón, sem eru fæddir árið 1995, voru í landsliði Íslands 17 ára og yngri sem varð Norðurlandameistari um síðustu helgi.

Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga

Grétar Rafn Steinsson segir í viðtali í Fréttablaðið að hann geti ekki tekið þátt í næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna vandamála hans utan vallar. Það sé gert „með sorg í hjarta“ en hann muni gefa aftur kost á sér í liðið eftir áramót.

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Gaupahornið - Guðmundur rússneski

Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku.

Markasyrpa úr 14. umferð Pepsi-deildar karla

Pepsi-mörkin á Stöð2 Sport í gærkvöldi voru gerð upp með markasamantekt í takt við „Stick'em up“, eitt af vinsælustu lögum íslensku rappsveitarinnar Quarashi.

Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi.

Fimm stjörnu Stjörnumenn - myndir

Stjarnan vann í gær 5-1 sigur á Þór þrátt fyrir að hafa leikið manni færri í rúman hálfleik. Garðar Jóhannsson skoraði þrennu.

Annar 1-0 sigur FH í röð - myndir

FH er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Keflavík í miklum baráttuleik á Kaplakrikavelli í gær.

Steindautt í dalnum - myndir

Fram og Fylkir gerðu markalaust jafntefli í annað skipti í Pepsi-deild karla í sumar. Stigið gæti þó reynst Frömurum dýrmætt í botnbaráttunni.

Haukur Ingi: Við vildum meira

Haukur Ingi Guðnason átti ágætis innkomu hjá Grindavíkuliðinu þrátt fyrir að hafa spilað lítin fótbolta undanfarin misseri. „Ég er ánægður með að spila fótbolta við svona frábærar aðstæður. Við vildum samt meira og auðvitað fer maður í alla leiki til þess að ná í 3 stig. Það sást líka í seinni hálfleik því bæði lið vildu sigurinn og þá opnaðist leikurinn meira,“ sagði Haukur Ingi.

Rúnar: Trúðum alltaf að við myndum sigra

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var að vonum ánægður eftir sigurinn á Víkingi í kvöld þar sem toppliðið þurfti virkilega að hafa fyrir sigrinum á liðinu í næst neðsta sæti.

Bjarnólfur: Besti leikur Víkings í sumar

Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings var mjög sáttur við leik síns liðs á KR-vellinum í kvöld þrátt fyrir ósigurinn og kjaftshöggið sem sigurmark úr síðustu spyrnu leiksins er.

Ólafur Kristjánsson: Við vorum klaufar

Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var ekkert sérstaklega upplitsfjarfur í samtali við blaðamann visis að leik loknum. Ólafur var ósáttur að hafa ekki nýtt yfirburðina sem lið hans sýndi í seinni hálfleik.

Atli Viðar: Virkilega mikilvægur sigur

„Einhvern myndi kalla þetta vinnusigur en það eru stigin þrjú sem skipta máli.Við vorum ekki alveg upp á okkar besta í kvöld en sem betur fer náðum við að tryggja okkur sigur,“ sagði Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH, eftir leikinn.

Garðar: Þeir áttu ekki möguleika

Garðar Jóhannsson skoraði þrennu í dag þegar að Stjarnan vann 5-1 sigur á nýliðum Þórsara. Stjörnumenn voru reyndar manni færri í rúman hálfleik.

Páll Viðar: Eins og við værum manni færri

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, segir að Stjörnumenn hafi einfaldlega jarðað sína menn í leik liðanna í dag. Stjarnan vann 5-1 sigur þrátt fyrir að hafa verið manni færri í rúman hálfleik.

Heimir: Ég er mjög ósáttur með strákana

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur með sína menn eftir 1-1 jafntefli við Val á Hásteinsvellinum í dag. Valsmenn voru mun sterkari í leiknum og Heimir viðurkennir að sínir menn eigi bara að vera ánægðir með stigið.

Kristján: Gróf mistök hjá okkur í markinu þeirra

Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, var sáttur með leik sinna manna í 1-1 jafntefli í Eyjum í dag en vissi manna best að hans menn áttu meira skilið út úr leiknum heldur en bara eitt stig.

Umfjöllun: Meistarabragur á sigri KR

KR vann dramatískan 3-2 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld og jók forskot sitt á ÍBV á toppi deildarinnar í fjögur stig en KR á auk þess leik til góða. Staða Víkings í botnbaráttunni versnar enn því liðið er nú fimm stigum á eftir Grindavík en spilamennska Víkings hefur batnað mikið í síðustu tveimur leikjum.

Þór mun hvíla þá sem eru á gulu spjaldi

Þeir þrír leikmenn sem eru á gulu spjaldi fyrir bikarúrslitaleikinn um næstu helgi taka ekki þátt í leik liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í kvöld.

Umfjöllun: Óskar bjargaði Grindavík

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli.

Umfjöllun: Atli Viðar tryggði FH sigur

FH-ingar unnu ágætan sigur, 1-0, gegn Keflvíkingum í kvöld eftir að hafa verið einum fleiri nánast allan leikinn. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik en Atli Viðar Björnsson gerði eina mark leiksins.

Umfjöllun: KR græddi á jafntefli í Eyjum

ÍBV og Valur gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Það má segja að sigurvegarinn hafi verið KR því þessi töpuðu stig hjá næstu liðum í töflunni styrkja stöðu þeirra í toppsætinu.

Sjá næstu 50 fréttir