Fleiri fréttir

Í fyrsta sinn með hausverk yfir því að velja landsliðshópinn
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist spenntur fyrir komandi landsleikjum enda getur hann loksins teflt fram sínu sterkasta liði. Framundan eru leikir gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024.

Vieira rekinn á Patreksdaginn
Patrick Vieira hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace.

Kim Kardashian sá Arsenal tapa í gær
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var í stúkunni á Emirates þegar Arsenal tapaði fyrir Sporting eftir vítaspyrnukeppni í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Henry hafnaði franska kvennalandsliðinu og hefur áhuga á bandaríska karlaliðinu
Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur hafnað boði um að taka við sem þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta. Hann er sagður hafa áhuga á því að taka við sem þjálfari bandaríska karlalandsliðsins.

Sporting sló Arsenal úr leik í vítaspyrnukeppni
Sporting tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir dramatískan sigur gegn Arsenal þar sem vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Diljá gengin í raðir Norrköping
Nýliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, Diljá Ýr Zomers, er gengin til liðs við sænska liðið Norrköping frá Häcken.

Rashford skoraði og United fór örugglega áfram
Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann 1-0 útisigur gegn Real Betis í Evrópudeild UEFA í fótbolta í kvöld. Rauðu djöflarnir voru með öruggt forskot eftir fyrri leikinn og unnu einvígið samtals 5-1.

Báðir synirnir í franska landsliðinu
Lilian Thuram getur verið stoltur af strákunum sínum því þeir eru báðir í nýjasta franska landsliðshópnum.

Segja að Messi hafi verið boðnir 33 milljarðar í árslaun
Hvernig líst þér á að fá 2,7 milljarða í laun á mánuði? Það er upphæðin sem spænska stórblaðið Marca segir að sé í spilunum fyrir Lionel Messi.

Henry orðaður við kvennalandslið Frakklands
Thierry Henry, fyrrverandi heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu, hefur verið orðaður við stöðu þjálfara franska kvennalandsliðsins. Corinne Diacre var nýverið rekin með skömm og er nafn Henry meðal þeirra sem nefnd hafa verið til sögnnar.

Ungstirni Liverpool ekki meira með á leiktíðinni
Stefan Bajcetic verður ekki meira með Liverpool á þessu tímabili en hann meiddist á æfingu í aðdraganda seinni leiksins á móti Real Madrid.

Toney valinn í enska landsliðið
Gareth Southgate tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM 2024.

„Ég get ekki valið leikmenn í hópinn sem eru ekki tilbúnir að byrja á bekknum“
Arnar Þór Viðarsson segist hafa sett sig í samband við Albert Guðmundsson varðandi það að snúa aftur í íslenska fótboltalandsliðið en ákveðið að velja hann ekki.

Spiluðu kunnuglegt stef eftir að hafa slegið Liverpool út
Real Madríd sló Liverpool út úr Meistaradeild Evrópu á heimavelli sínum, Santiago Bernabéu, í gærkvöld. Í kjölfarið spilaði plötusnúður heimaliðsins „You´ll never walk alone.“ Lagið sem er spilað fyrir hvern einasta heimaleik Liverpool.

Tottenham neitar að selja Kane næsta sumar og gæti misst hann frítt
Þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í sumar verður aðeins ár þangað til samningur framherjans Harry Kane við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur rennur út. Hann virðist ekki vera á leiðinni að skrifa undir nýjan samning en það breytir því ekki að Tottenham hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann.

Dómarar í bann eftir að hafa bætt 42 mínútum við leikinn
Sex manna bólivískur dómararhópur var settur í bann í heilu lagi eftir leik í efstu deild í Bólivíu.

Tottenham goðsagnir hafa eftir allt saman verið Man City aðdáendur
Arsenal leiðir baráttuna um Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla eins og staðan er í dag. Manchester City fylgir fast á hæla þeirra og virðast nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Tottenham Hotspur, menn sem titla mætti goðsagnir, hafa því tekið upp á því að styðja þá bláklæddu frá Manchester. Og segjast jafnvel hafa gert það í fjölda mörg ár.

FIFPRO pressar á FIFA: „Sama vinna og sami árangur ætti að fá sömu verðlaun“
Alþjóða leikmannasamtökin FIFPRO, kalla nú formlega eftir því að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, jafni aðstöðu og almennan hlut kvenna á heimsmeistaramótum miðað við hvað karlpeningurinn fær að njóta á samskonar mótum.

Utan vallar: Skattaskýrslunni skilað
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í undankeppni EM 2024 síðar í mánuðinum. Svo virðist sem þjóðarpúlsinn sé mátulega jákvæður um þessar mundir eftir afar erfiða mánuði hjá íslenska liðinu. En er innistæða fyrir bjartsýni fyrir undankeppnina?

„Ef Liverpool vill fá Bellingham þá þarf Stevie G að synda yfir Ermarsundið til að ná í hann“
Rio Ferdinand segir frammistöðu Liverpool liðsins á þessu tímabili ekki vera góða auglýsingu ætli liðið að sannfæra enska landsliðsmiðjumanninn Jude Bellingham um að koma til félagsins.

Líkt og það séu álög á Klopp þegar mótherjinn kemur frá Spáni
Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, hefur gengið bölvanlega að sigrast á spænskum liðum síðan hann tók við stjórnartaumunum í Bítlaborginni.

„Að tapa sér í þessari umræðu finnst mér nokkuð sérstakt“
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í gær íslenska landsliðshópinn fyrir leikina tvo í undankeppni EM sem fram fara í næstu. Leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi er ekki í hópnum.

Verður áfram forseti FIFA þar sem það er ekkert mótframboð
Giovanni Vincenzo, eða einfaldlega Gianni, Infantino hefur setið í embætti forseta FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, frá árinu 2016. Hann mun gera það áfram þar sem enginn býður sig fram gegn honum.

„Ekki það sem við vildum en það sem við fengum“
Það var ekki bjart yfir Jürgen Klopp, þjálfara Liverpool, þegar hann mætti í viðtal eftir 1-0 tap sinna manna á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd. Eftir að hafa tapað 5-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu var brekkan brött fyrir drengina frá Bítlaborginni.

Óeirðir fyrir leik en Napoli hafði öll völd í leiknum sjálfum
Napoli lagði Eintracht Frankfurt 3-0 í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Ítalska liðið vann einvígið þar með 5-0 og fór örugglega áfram.

Benzema skoraði og Real fór örugglega í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu
Evrópumeistarar Real Madríd unnu 1-0 sigur á Liverpool í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real vann fyrri leik liðanna á Anfield 5-2 og var því í góðum málum fyrir leik kvöldsins.

Brighton og Brentford í bullandi baráttu um Evrópusæti
Brighton & Hove Albion og Brentford unnu leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

„Ef ég ræð ekki við Rikka G í padel þá get ég ekkert spilað fótbolta“
Markahæsti leikmaður í sögu Fylkis hefur lagt skóna á hilluna. Bakslag hans, Padel viðureign gegn Rikka G, var dropinn sem fyllti mælinn.

Þrumaði boltanum upp í stúku þótt lið hans væri að vinna
Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu var allt annað en sáttur þegar flautað var til hálfleiks í bikarleik liðsins gegn Abha. Litlu máli skipti að Al-Nassr væri 2-0 yfir og sigurinn næsta vís.

Snýr aftur til Chelsea í sumar eftir mislukkaða lánsdvöl á Ítalíu
Lánsdvöl belgíska framherjans Romelu Lukaku hjá Inter Milan á Ítalíu hefur ekki gengið að óskum. Framkvæmdastjóri félagsins hefur staðfest að Lukaku fari aftur til Chelsea að dvölinni lokinni.

Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga
Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga.

KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum
Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi.

Albert hættur: Eftir síðasta bakslag er nokkuð ljóst að fótboltinn er búinn
Albert Brynjar Ingason hefur spilað sinn síðasta leik á ferlinum en hann tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta.

Peningahljóð út af stjórnarfundi FIFA í gær
Ekki ein heldur tvær heimsmeistarakeppnir félagsliða hjá FIFA í framtíðinni.

Birkir er að reyna að losna frá liði sínu eftir jarðskjálftana í Tyrklandi
Leikhæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins er ekki í hópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024.

Arnar um Albert: Vonbrigði að hann sé ekki tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins
Arnar Þór Viðarsson tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024. Þar vantar einn heitasta fótboltamann landsins.

Hópurinn sem hefur ferðina á EM: Albert og Birkir ekki með en Sævar fær tækifæri
Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum.

Þjálfarinn stökk frá borði skömmu áður en Ísland mætir í heimsókn
Martin Stocklasa, fyrrverandi þjálfari landsliðs Liechtenstein, sagði starfi sínu lausu fyrr í þessum mánuði. Það má því segja að Liechtenstein verði þjálfaralaust þegar Ísland mætir í heimsókn í undankeppni EM 2024.

Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld
Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Garnacho frá næstu vikurnar
Ungstirnið Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, verður frá næstu vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í markalausu jafntefli liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Sjáðu mörkin: Bæði fljótastur og yngstur til að skora þrjátíu í Meistaradeild Evrópu
Erling Braut Håland er svo sannarlega engum líkur. Norski framherjinn hefur nú skorað 30 mörk í Meistaradeild Evrópu, í aðeins 25 leikjum. Það gerir hann fljótasta leikmann sögunnar til að ná þeim áfanga sem og þann yngsta. Mörkin fimm sem Håland skoraði í gær, þriðjudag, má sjá neðst í fréttinni.

„Það var varla hægt að tala við mig í gær“
Katrín Ásbjörnsdóttir getur vart leynt gleði sinni eftir að í ljós kom að hnémeiðsli hennar eru umtalsvert minna alvarleg en búist var við í fyrstu. Hún býst við að verða komin aftur á völlinn með Blikum þegar skammt verður liðið á Bestu deild kvenna í sumar.

Krefst 24 milljóna og FH mögulega bannað að fá leikmenn
Knattspyrnudeild FH er í grafalvarlegri stöðu vegna kröfu fyrrverandi leikmanns félagsins, hins danska Mortens Beck Guldsmed, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-2021. Félagið gæti verið á leið í félagaskiptabann vegna málsins.

Henderson ekki með á Bernabéu
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður ekki með sínum mönnum í kvöld þegar liðið mætir á Santiago Bernabéu í Madríd og reynir að snúa einvíginu gegn Real Madríd sér í vil. Stefan Bajcetic verður einnig fjarverandi í kvöld.

HM karla í knattspyrnu mun innihalda 48 þjóðir árið 2026
Talið er næsta öruggt að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, muni á næstunni samþykkja breytingu á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Mótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó mun innihalda 48 þjóðir og verða stærsta HM sögunnar.