Fleiri fréttir

Spilaði sinn fyrsta leik í fimm mánuði og skoraði þrennu

Carlone Graham Hansen, leikmaður norska landsliðsins í knattspyrnu og Spánarmeistara Barcelona, sneri aftur í lið Barcelona eftir fimm mánaða fjarveru vegna hjartavandamála. Hún skoraði þrennu í 5-0 sigri Börsunga á Villareal.

Mourinho-lausir Rómverjar stukku upp í Meistaradeildarsæti

Roma lyfti sér upp í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Juventus í kvöld. José Mourinho tók út leikbann í leiknum eftir að hafa fengið sitt þriðja rauða spjald á tímabilinu.

Algjör niðurlæging United gegn erkifjendunum

Liverpool vann sannkallaðan risasigur er liðið tók á móti erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem aðeins eitt mark leit dagsins ljós lék Liverpool á alls oddi í síðari hálfleik og vann að lokum 7-0 sigur.

Tíu Börsungar náðu tíu stiga forskoti

Barcelona náði tíu stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 1-0 sigur gegn Valencia í dag, en Börsungar þurftu að spila seinasta hálftímann manni færri.

Nafnarnir skoruðu þrjú í stórsigri Norrköping

Nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason skoruðu þrjú af fjórum mörkum Norrköping er liðið vann öruggan 4-0 útisigur gegn IFK Gautaborg í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín

Nýliðar Nottingham Forest og Everton skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-2, en bæði lið þurfa sárlega á stigum að halda í fallbaráttunni.

Man United áfram á toppnum

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 5-1 sigri á Leicester City í dag. María Þórisdóttir var ekki í leikmannahóp Man United. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttir, fyrirliða West Ham United, en Hamrarnir töpuðu fyrir Reading á útivelli.

Hildur og María lögðu topp­liðið

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann 2-1 sigur á toppliði FC Twente.

Arsenal skorað flest sigur­mörk í upp­bótar­tíma á leik­tíðinni

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, er það lið deildarinnar sem hefur skorað flest sigurmörk á yfirstandandi tímabili eftir að venjulegum leiktíma er lokið. Arsenal hefur alls skorað þrjú slík og eitt þeirra kom í gær þegar Skytturnar komu til baka gegn Bournemouth.

Guð­mann leggur skóna á hilluna

Hinn 36 ára gamli Guðmann Þórisson hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Hann tilkynnti það á sinn einstaka hátt á Instagram-síðu sinni.

Mbappé marka­hæstur í sögu PSG

Franska stórstjarnan Kylian Mbappé varð í gærkvöld, laugardag, markahæsti leikmaður í sögu franska knattspyrnuliðsins París Saint-Germain. Hann hefur nú skorað 201 mark í aðeins 247 leikjum fyrir félagið.

Íhugar að fara í mál vegna um­mæla í hlað­varps­þætti

Dómarinn fyrrverandi Mark Clattenburg íhugar nú hvort hann eigi að fara í mál við Danny Simspon vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla í hlaðvarpsþætti á dögunum. Þar sagði hann að Clattenburg hefði sleppt því að reka leikmann af velli því hann vildi að Leicester City yrði Englandsmeistari.

Fiorentina stöðvaði sigurgöngu ítölsku meistaranna

Fiorentina vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu meistararnir unnið þrjá deildarleiki í röð.

Bayern endurheimti toppsætið

Þýskalandsmeistarar Bayern München lyftu sér aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta er liðið vann 2-1 útisigur gegn Stuttgart í kvöld. Þá virðist Union Berlin vera að stimpla sig út úr toppbaráttunni, en liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Köln á sama tíma.

Hlín skoraði í endurkomusigri Kristianstad

Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrra mark Íslendingaliðs Kristianstad er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Linkoping í sænsku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Fyrsti sigur Chelsea í 59 daga

Chelsea hefur byrjað nýtt ár skelfilega og fyrir daginn í dag hafði liðið aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan nýtt ár gekk í garð. Liðið vann þó loksins langþráðan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Varamaðurinn Nelson hetja Arsenal í dramatískum sigri

Topplið Arsenal vann vægast sagt dramatískan 3-2 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir frá Bournemouth komust tveimur mörkum yfir en varamaðurinn Reiss Nelson sá til þess að Skytturnar sneru dæminu við og nældu í dýrmæt þrjú stig.

Val­geir Lund­dal í átta liða úr­slit

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn er sænsku meistararnir í Häcken tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Íslendingalið Örebro og Sirius eru hins vegar fallin úr leik.

Skoraði í dag en á reynslu hjá FCK í gær

Daníel Ingi Jóhannesson skoraði síðara mark ÍA í 2-0 sigri liðsins á Grindavík í dag. Daníel Ingi var staddur í Kaupmannahöfn í gær þar sem hann var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn. Eldri bróðir hans, Ísak Bergmann, spilar með Danmerkurmeisturunum.

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Stoð­sendingar Atla og Svein­dísar Jane dugðu skammt

Bæði Atli Barkarson og Sveindís Jane Jónsdóttir lögðu upp mörk fyrir lið sín í dag. Bæði lögðu upp fyrsta mark leiksins og bæði máttu þola 2-1 tap. Um var að ræða fyrsta tap Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Lazio batt enda á sigurgöngu toppliðsins

Napoli, topplið ítölsku úrvalsdeildarinnar, mátti þola 0-1 tap er liðið tók á móti Lazio í toppslag ítölsku deildarinnar í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Napoli unnið átta deildarleiki í röð.

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir