Fleiri fréttir

Sir Alex sofnaði yfir leik Man. United og Rea­ding

Hinn 81 árs gamli Sir Alex Ferguson er einn sigursælasti knattspyrnustjóri allra tíma. Það virðist sem honum hafi fundist leikur Manchester United og Reading heldur leiðinlegur en Skotinn virtist sofna þegar myndavélinni var beint að honum.

Óleikfær í fyrsta sinn síðan 2016

Ótrúlegt afrek Inaki Williams fékk endi í kvöld þegar hann var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í leik Athletic Bilbao og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Guð­mundur lagði upp í tapi gegn Olympiacos

Guðmundur Þórarinsson lagði upp mark OFI Crete þegar liðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ögmundur Kristinsson var ekki í leikmannahóp heimamanna.

Óvænt tap Juventus á heimavelli

Ítalska stórveldið Juventus er í alls kyns vandræðum, innan vallar sem utan, þessa dagana og í dag fékk liðið skell á heimavelli.

West Ham á­fram eftir frá­bæra inn­komu Dag­nýjar

Dagný Brynjarsdóttir hóf leik Wolves og West Ham United í ensku bikarkeppninni á varamannabekknum. Hún kom inn af bekknum þegar 25 mínútur lifðu leiks og staðan var enn markalaus, leiknum lauk með 2-0 sigri Hamranna.

Chelsea á­fram með veskið opið

Hinn 19 ára gamli Malo Gusto er búinn að skrifa undir samning við Chelsea. Hann mun þó ekki ganga í raðir Lundúnafélagsins fyrr en í sumar.

Erik­sen yfir­gaf Old Traf­ford á hækjum

Christian Eriksen yfirgaf Old Trafford, heimavöll Manchester United, á hækjum eftir sigurinn á B-deildarliði Reading í ensku bikarkeppninni í gærkvöld. Eriksen var í byrjunarliði Man United en var tekinn af velli skömmu eftir glannalega tæklingu Andy Carroll.

„Ca­semiro hefur bætt liðið og móralinn“

„Við fengum fjöldann allan af færum. Við ræddum um það í hálfleik að vera þolinmæðir og þá myndi fyrsta markið koma,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, eftir 3-1 sigur liðsins á B-deildarliði Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar, FA Cup.

Brasilískt þema á Old Traf­ford: Sjáðu mörkin

Manchester United vann Reading 3-1 í síðasta leik dagsins í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Staðan var markalaus í hálfleik en þrjú mörk í síðari hálfleik skutu heimamönnum áfram. Öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum.

Jón Dagur skoraði í jafn­tefli

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark Leuven í 1-1 jafntefli liðsins gegn St. Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Enn eitt jafn­tefli Bæjara

Þriðja leikinn í röð gerðu Þýskalandsmeistarar Bayern München 1-1 jafntefli. Að þessu sinni gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli.

Son gekk frá Preston í seinni hálf­leik

Son Heung-Min skaut Tottenham Hotspur áfram í ensku bikarkeppninni með tveimur mörkum í síðari hálfleik þegar Spurs vann Preston North End 3-0 á útivelli. Þriðja markið skoraði nýi maðurinn Arnaut Danjuma.

Mar­tínez skaut Inter í annað sæti

Heimsmeistarinn Lautaro Martínez, framherji Inter og argentíska landsliðsins, skoraði bæði mörk Inter þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Cremonese í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Marka­laust í Ís­lendinga­slagnum á Ítalíu | Jökull hélt hreinu

Albert Guðmundsson og Hjörtur Hermannsson mættust í Serie B, næstefstu deild ítalskrar knattspyrnu í dag. Willum Þór Willumsson lék 72 mínútur í 0-2 tapi Go Ahead Eagles gegn PSV í Hollandi. Þá hélt Jökull Andrésson hreinu í endurkomu sinni hjá Exeter City í ensku C-deildinni.

Slitin hásin frestar frumraun Natöshu með Brann

Knattspyrnukonan Natasha Anasi mun ekki þreyta frumraun sína með norska úrvalsdeildarliðinu Brann í bráð, en hún er tiltölulega nýgengin í raðir félagsins frá Breiðabliki.

Svava Rós í raðir Gotham

Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska félagsins Gotham sem er með bækistöðvar sínar í New Jersey.

Stiga­frá­dráttur hjá Juventus og Mourin­ho vill þrjú stig í stór­af­mælis­gjöf

Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli.

Úr Betri deildinni í þá Bestu

KA, silfurlið Bestu deildar karla á síðasta tímabili, hefur samið við færeyska landsliðsframherjann Pæt Petersen til þriggja ára.

U-beygja hjá Everton

Búist er við því að Sean Dyche verði ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Everton í dag.

Sjá næstu 50 fréttir