Fleiri fréttir

Bað Ronaldo um leyfi fyrir að nota fagnið hans

Cristiano Ronaldo er átrúnaðargoð Alejandros Garnacho og virðingin sem hann ber fyrir honum sást bersýnilega þegar táningurinn fagnaði sínu fyrsta marki fyrir Manchester United.

Hnignun stór­veldis: Er ljós við enda Hval­fjarða­ganganna?

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum?

Skoraði óvart mögulega mark ársins

Knattspyrnumaður úr fjórðu deildinni í Belgíu er talinn eiga möguleika á að vinna verðlaun Alþjóða knattspyrnusambandsins yfir flottasta mark ársins.

Utan vallar: Er KSÍ að taka brýnt samtal eða blóðuga seðla?

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar í Abú Dabí á sunnudaginn kemur við landslið Sádi-Arabíu og hjálpar Sádum þannig við undirbúning sinn fyrir HM í Katar sem hefst 20. nóvember. Í því samhengi er vert er að spyrja: Hvað liggur þar að baki?

Arsenal tryggði sér efsta sætið

Arsenal tryggði sér efsta sætið í A-riðli Evrópudeildarinnar þegar þeir lögðu FC Zurich á heimavelli sínum í Lundúnum í kvöld. Alfons Sampsted skoraði sjálfsmark þegar Bodö Glimt tapaði gegn PSV Eindhoven.

Blikabanarnir frá Istanbul tryggðu sér efsta sæti riðilsins

Keppni í fimm riðlum af átta í Sambandsdeild UEFA er lokið en keppni í þremur riðlum er enn í gangi. Norska liðið Molde féll úr keppni eftir stórt tap gegn Gent og þá fóru Blikabanarnir í Istanbul Basaksehir örugglega áfram.

United vann á Spáni en náði ekki efsta sætinu

Manchester United vann 1-0 útisigur á Real Sociedad þegar liðin mættust í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar nú í kvöld. Sigurinn dugir United þó ekki til að ná efsta sæti riðilsins og þarf liðið því að leika umspilsleik við lið úr Meistaradeildinni til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

Pique að hætta og spilar síðasta leikinn á laugardag

Gerard Pique, leikmaður Barcelona og landsliðsmaður Spánar til margra ára, tilkynnti nú rétt í þessu að hann ætli að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og muni leika sinn síðasta leik á ferlinum á laugardaginn.

Timo Werner meiddur og verður ekki með á HM

Þjóðverjar þurfa að spjara sig án framherjans Timo Werner á heimsmeistaramótinu í Qatar. Werner meiddist á ökkla í leik með liði sínu Red Bull Leipzig í Meistaradeildinni í gær.

Leynd hvílir yfir upphæðinni sem Sádar greiða KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hyggst ekki greina frá því hve margar milljónir sambandið fær fyrir að samþykkja að karlalandslið Íslands spili vináttulandsleikinn við Sádi-Arabíu á sunnudaginn.

Zlatan skammar Mbappé: „Ert ekki stærri en PSG“

Einhver myndi segja að það kæmi kannski úr hörðustu átt að Zlatan Ibrahimovic gagnrýndi fótboltamann fyrir að vera með of stórt egó. En Svíinn setti það ekki fyrir sig þegar hann skammaði Kylian Mbappé fyrir hrokafulla hegðun.

Líklegast að Liverpool mæti Bayern

Það eru talsverðar líkur á því að Liverpool og Bayern München mætist í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið verður á mánudaginn.

FIFA deilir mörkum Dags: „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt“

Dagur Dan Þórhallsson skoraði merkilega aukaspyrnutvennu fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks gegn Val, í blíðviðri á Hlíðarenda, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. FIFA hefur nú dreift myndbandi af mörkunum.

Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu

Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu.

Enginn Son í Katar?

Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær.

Þorsteinn velur æfingahóp

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman til æfinga í nóvember. Aðeins eru leikmenn úr félagsliðum hér á landi í hópnum.

Mark Hákons Arnars tryggði FCK stig gegn Dortmund

Hákon Arnar Haraldsson tryggði FCK stig gegn stórliði Borussia Dortmund þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hákon Arnar var valinn maður leiksins af UEFA fyrir frammistöðu sína.

Sautján ára bakvörður skoraði í sigri Manchester City

Manchester City vann 3-1 sigur á Sevilla í lokaleik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Erling Haaland var ekki í leikmannahópi City sem fyrir leikinn var búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins.

Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund

Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund.

Real tryggði sér efsta sætið með stórsigri

Real Madrid vann 5-1 stórsigur á Celtic á heimavelli sínum í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Með sigrinum tryggði Real sér efsta sætið í F-riðli.

Valsparið gæti yfirgefið Hlíðarenda

Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val og kærasta hans, landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir, kannar nú möguleika sína á að spila sem atvinnumaður erlendis.

Sjá næstu 50 fréttir