Fleiri fréttir

Sárt að yfirgefa Seltjarnarnes en spennandi tímar fram undan

Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu og markahæsti leikmaður Lengjudeildar karla í fótbolta, er spenntur fyrir fyrirhuguðum vistaskiptum til Breiðabliks. Erfitt verði að yfirgefa heimahagana á Seltjarnarnesi en gott verði að endurnýja kynni við gamlan þjálfara hans.

Tíu HK-konur sendu ÍA niður í fallsæti

HK vann gríðarmikilvægan 2-1 útisigur á ÍA á Akranesi í lokaleik 16. umferðar Lengjudeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Bæði lið berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Umfjöllun: Tinda­stóll - Kefla­vík 0-1| Aerial Chavarin hetja Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur hafa verið að spila vel í undanförnum leikjum. Þær hafa nú safnað sjö stigum í síðustu þremur leikjum.Aerial Chavarin gerði eina mark leiksins og reyndist hetja Keflavíkur þegar liðið vann 0-1 sigur á botnliði Tindastóls sem var fyrir leik aðeins tveimur stigum frá Keflavík.

Fylkir búinn að hafa samband við Rúnar Pál

Fylkir hefur sett sig í samband við Rúnar Pál Sigmundsson í þeirri von að hann hafi áhuga á að taka við karlaliði félagsins í fótbolta. Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni var sagt upp störfum í dag.

Atli Sveinn og Ólafur látnir fara í Árbænum

Fylkir hefur sagt upp þeim Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni úr stöðu þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu. Fylkismenn féllu niður fallsæti í Pepsi Max-deildinni í gær.

Sá besti fram­lengir til 2027

Portúgalski varnarmaðurinn Rúben Dias hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2027. Aðeins er rétt ár síðan Dias gekk í raðir City.

Spezia kaupir Mikael en lánar hann aftur til SPAL

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Spezia hefur fest kaup á íslenska landsliðsmanninum Mikael Agli Ellertssyni frá SPAL. Hann leikur þó sem lánsmaður með SPAL, sem er í ítölsku B-deildinni, út tímabilið.

Rúmenar fjalla um „risahneyksli“ á Íslandi

Rúmenskir fjölmiðlar velta sér í dag upp úr fréttum af næstu andstæðingum Rúmeníu í undankeppni HM karla í fótbolta; íslenska landsliðinu. Í fyrirsögnum er talað um „risahneyksli á Íslandi“.

Pétur Theo­dór til liðs við Breiða­blik

Breiðablik, topplið Pepsi Max deildar karla, hefur tilkynnt að Pétur Theódór Árnason, framherji Gróttu í Lengjudeildinni, muni ganga til liðs við félagið að tímabilinu loknu.

Patrik fer til Noregs eftir landsleikina

Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur verið lánaður til Viking í Noregi frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford til áramóta.

Stjórn KSÍ tók Kol­bein út úr hópnum vegna miska­bóta­málsins

Brotthvarf Kolbeins Sigþórssonar úr íslenska landsliðshópnum í fótbolta var samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Kolbeinn er leikmaðurinn sem greiddi Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur miskabætur eftir að hafa brotið á henni haustið 2017, samkvæmt heimildum Vísis. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig sjálfur úr hópnum og eru tvær ástæður gefnar fyrir því í yfirlýsingu KSÍ.

Her­mann og Martin gagn­rýna aumingjana sem fela sig

Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, tekur undir orð föður síns, Hermanns Haukssonar, að hetjur í málefnum líðandi stundar séu bæði þolendur og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem hefur farið mikinn í umræðu um kynferðisofbeldi undanfarna daga.

Hirtu útivallarmetið af Arsenal

Manchester United hefur gengið afar vel á útivelli undir stjórn Ole Gunnar Solskjær og vann sterkan 0-1 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Ég þakka Gumma Ben fyrir þetta“

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, átti frábæran leik í 0-7 sigrinum á Fylki í Árbænum í kvöld. Höskuldur skoraði tvö mörk en seinna mark Höskulds var afar glæsilegt.

Dramatískt jafntefli í Madrid

Spánarmeistarar Atlético Madríd töpuðu sínum fyrstu stigum á tímabilinu í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir fengu Evrópudeildarmeistara Villarreal í heimsókn.

Kolbeinn og Rúnar Már ekki með í komandi landsliðsverkefni

Tveir leikmenn sem voru í upphaflegum landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í undankeppni HM verða ekki með í verkefninu sem hefst eftir tvo daga. Annar hefur verið tekinn úr hópnum en hinn mun hafa dregið sig sjálfur úr hópnum.

Sjá næstu 50 fréttir