Fleiri fréttir

FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar.

Þórsarar tóku illa í beiðni stuðnings­sveitar Blika

Stuðningsfólk Þórs Akureyrar hefur lítinn áhuga á að styðja lið Breiðabliks í leiknum gegn KA í Pepsi Max deild karla í kvöld. Svo virðist sem bæjarstoltið toppi ríginn sem ríkir á milli félaganna.

Arnar Þór hefur ekki rætt við Gylfa

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segist ekki hafa rætt við Gylfa Þór Sigurðsson eftir að hann var handtekinn á Englandi vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Laugardal í dag þar sem þeir tilkynntu hópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM karla í fótbolta.

Kane áfram hjá Tottenham

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram í herbúðum félagsins. Hann greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Hyypia lét kveikja í sér á hátíð

Hvað ætli Liverpool-goðsögnin Sami Hyypiä sé að gera þessa dagana? Kappinn gekk alla vega um í ljósum logum á tónlistarhátíð í Finnlandi um helgina.

For­seti Nice ­sakar leik­menn Marseil­le um lygar

Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnu liðsins Nice, hefur sakað leikmenn Marseille um lygar í kjölfar látanna sem urðu í leik liðanna um liðna helgi Hann telur leikmenn liðsins ekki hafa verið með nein för á hálsi eftir stuðningsfólk Nice.

Stuðnings­sveit Blika biður Þórsara um hjálp

Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, hefur beðið um aðstoð fyrir leikinn mikilvæga gegn KA í kvöld. Sveitin hefur beðið gallharða Þórsara um að mæta með sér í stúkuna og styðja við bakið á Blikum er liðið mætir á Greifavöll í dag.

Real Madrid með risatilboð í Mbappé

Samkvæmt hinum ýmsu fjölmiðlum hefur spænska stórveldið Real Madrid boðið 137 milljónir punda í franska framherjann Kylian Mbappé.

Hádramatískar lokamínútur í Lengjudeild karla

Öllum fimm leikjum dagsins í Lengjudeild karla er nú lokið eftir að flautað var til leiksloka í leikjum Gróttu og Grindavíkur annars vegar, og Þróttar og Fram hinsvegar. Grótta vann 2-1 með sigurmarki á sjöttu mínútu uppbótartíma og Þróttur tryggði sér 2-2 jafntefli með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma.

„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“

Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs.

Kórdrengir, Selfyssingar og Vestri með heimasigra í Lengjudeildinni

Fimm leikir fara fram í Lengjudeild karla í dag og nú er þrem þeirra lokið. Tíu leikmenn Kórdrengja héldu út gegn Þór frá Akureyri og unnu 2-0. Selfyssingar eru að hrista af sér falldrauginn eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu og Vestri vann góðan 2-0 sigur gegn botnliði Víkinga frá Ólafsvík.

Kristinn fram­lengir til ársins 2023

Kristinn Steindórsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik til ársins 2023. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum félagsins í dag.

Fyrsti landsliðshópurinn frá handtöku Gylfa tilkynntur á morgun

Arnar Þór Viðarsson hefur eflaust þurft að brjóta heilann um ýmislegt fyrir val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta. Hann verður tilkynnur á morgun en Ísland mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í byrjun september.

Enskt lið á að hafa boðið í Mbappé

Samkvæmt fréttamiðlinum Football Daily, sem flytur fréttir úr heimi fótboltans allan liðlangan daginn, ku enskt úrvalsdeildarfélag hafa boðið í franska sóknarmanninn Kylian Mbappé. 

Slysið haft mikil áhrif á feril Sölva: „Bíllinn flaug 40 metra“

Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings Reykjavíkur, tilkynnti í viðtali við Stöð 2 í gær að yfirstandandi leiktíð væri hans síðasta á ferlinum. Sá ferill hefur að miklu leyti einkennst af meiðslum sem rekja má aftur til bílslyss sem hann lenti í ungur að árum.

„Guardiola, Klopp og Tuchel gætu gert United að meisturum“

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, og Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, mættu aftur í settið hjá Sky Sports í gærkvöld í þáttinn Monday Night Football þar sem þeir eru fastagestir. Þeir tókust á um málefni Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir