Fleiri fréttir

Þórdís Hrönn til Kýpur

Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er á leið til Apollon Limassol á láni frá Breiðabliki ef marka má heimildir Fótbolta.net.

Barcelona heldur á­fram að bæta við sig leik­mönnum

Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að bæta við sig leikmönnum en Irene Paredes hefur samið við félagið. Er hún þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir Börsunga á síðustu fjórum dögum.

Davíð Þór segir FH vilja halda Þóri Jóhanni

Miðjumaðurinn öflugi Þórir Jóhann Helgason verður samningslaus í haust og hefur verið umræða á kreiki um að hann muni yfirgefa lið sitt FH er samningurinn rennur út. Davíð Þór Viðarsson, þjálfari FH var spurður út í samningsmál Þóris að loknum 1-0 sigri FH á Sligo Rovers í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld.

Diego Simeone framlengir við Atlético Madrid

Diego Simeone hefur framlengt smning sinn við spænsku meistarana Atlético Madrid. Simeone tók fyrst við liðinu árið 2011, eða fyrir tíu árum, og mun nú stýra liðinu til ársins 2024 í það minnsta.

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

Giroud á leið til AC Milan

Olivier Giroud er á leið til AC Milan á Ítalíu samkvæmt heimildum Sky þar í landi. Giroud er 34 ára framherji sem hefur spilað með Chelsea frá árinu 2018.

Glódís Perla mögulega á leið til Bayern München

Glódís Perla Viggósdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Glódís var verðlaunuð fyrir góðan árangur eftir 5-0 sigur liðsins gegn Växjö í dag.

Umfjöllun: Stjarnan - Bohemians 1-1 | Jafnt í Garða­bæ í ris litlum leik

Stjarnan tók á móti írska liðinu Bohemians í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Liðin skildu jöfn 1-1 en gestirnir frá Dublin voru meira með boltann en ógnuðu lítið á meðan heimamenn náðu ekki að búa sér til mörg færi en náðu að nýta sér eitt þeirra fáu sem sköpuðust.

„Football's diving home“

Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku.

Stjarnan með betra lið en taflan gefur til kynna

Keith Long, þjálfari Bohemian FC sem mætir Stjörnunni í Sambandsdeild UEFA í kvöld, er spenntur fyrir leik liðanna. Hann reiknar með hörkuleik í Garðabænum í kvöld og segir sína menn þurfa að vera upp á sitt besta til að eiga möguleika á að komast áfram.

Kwame Quee með malaríu

Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Ítalía lík­legri til að vinna EM

Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag.

UEFA kærir Englendinga

Enska landsliðið er komið í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn í 55 ár en það lítur út fyrir að hegðun stuðningsmanna liðsins á Wembley í gær kalli á aðgerðir og refsingar frá yfirvöldum evrópska fótboltans.

„Megum ekki dragast lengra aftur úr“

„Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár.

Erfið nótt hjá Ís­lendingunum í MLS

Hvorki Arnór Ingvi Traustason né Guðmundur Þórarinsson nældu í þrjú stig í MLS-deildinni í knattspyrnu í nótt. Báðir hófu þeir leik á bekknum hjá sínu liði.

Ramos til Parísar

Sergio Ramos hefur skrifað undir tveggja ára samning við PSG en þetta staðfesti félagið í dag.

Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð

Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim.

Aldrei heyrt í Wembley svona

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir