Fleiri fréttir

Keane sakaði Jesus um heimsku

Roy Keane og Greame Souness drógu hvergi af sér þegar þeir gagnrýndu Gabriel Jesus fyrir vítaspyrnuna sem hann fékk á sig í upphafi leiks Manchester-liðanna, City og United, í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Laporta nýr for­seti Barcelona

Joan Laporta er nýr forseti spænska knattspyrnustórveldisins Barcelona. Gegndi Laporta sömu stöðu frá árinu 2003-2010.

Blikar sóttu sigur á Akur­eyri

Breiðablik gerði góða ferð norður er liðið mætti Þór/KA í Lengjubikar kvenna í dag. Fór það svo að Íslandsmeistararnir fóru með 2-0 sigur af hólmi.

Mikil­vægir sigrar hjá AGF og Al Arabi

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn er AGF vann 1-0 útisigur á meisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Þá vann Íslendingalið Al Arabi mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

AC Milan setur pressu á nágranna sína

AC Milan vann í dag sannfærandi tveggja marka sigur á útivelli gegn Hellas Verona. Sigurinn færir AC Milan upp í 56 stig í öðru sæti, en nágrannar þeirra í Inter hafa 59 stig í efsta sæti og eiga einn leik til góða.

Sjötti tapleikur Liverpool í röð á Anfield

Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð í fyrsta sinn í sögu félagsins í miðri viku og nú hefur það sjötta bæst við. Fulham nálgast öruggt sæti og setur pressu á Brighton.

Steven Gerrard gerði Rangers að skoskum meisturum

Nú er það orðið ljóst að Rangers er skoskur meistari eftir að erkifjendur þeirra í Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli. Rangers eru með 88 stig eftir 32 leiki á toppi skosku deildarinnar, 20 stigum á undan Celtic sem eru í öðru sæti.

Guðný spilaði allan leikinn og Lára kom inná í jafntefli

Napoli kíktu í heimsókn til Inter í Serie A í ítalska kvennaboltanum í dag. Niðurstaðan markalaust jafntefli, en Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn í vörn Napoli. Lára Kristín Pedersen kom inná á 59. mínútu leiksins.

Guardiola með lúmskt skot á Liverpool

Manchester City er eina liðið sem hefur endað í efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar árið eftir að hafa unnið hana. Hann er stoltur af því að hans menn hafa aldrei endað neðar en í öðru sæti eftir að hafa unnið titilinn, og segir þann stöðugleika færa liðinu virðingu.

Neymar gæti náð leiknum gegn Barcelona á miðvikudag

Mauricio Pochettino, stjóri franska liðsin Paris Saint-Germain, segir að brasilíska stórstjarnan Neymar gæti verið búinn að ná sér af meiðslum þegar liðið mætir Barcelona í Meistaradeild Evrópu. Liðin mætast í París næstkomandi miðvikudag, en Neymar hefur verið frá síðan 10. febrúar.

Sir Alex Ferguson opnar sig um heilablæðingu

Í nýlegri mynd sem ber nafnið Sir Alex Ferguson: Never give in ræðir þessi fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United um það þegar hann lá á spítala eftir að blæddi inn á heila hjá honum í maí 2018.

Sjóðandi heitur Robert Lewandowski

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur verið sjóðandi heitur síðustu misseri. Eftir þrennuna sem hann skoraði geng Dortmund í kvöld er hann kominn með 31 mark í 23 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni.

Danny Ings frá í nokkrar vikur

Danny Ings, leikmaður Southampton, þurfti að fara af velli snemma leiks í sigri liðsins gegn botnliði Sheffield United. Ings er markahæsti leikmaður Southampton á þessari leiktíð, og eftir aðeins einn sigurleik í síðustu níu gæti þetta reynst dýrkeypt.

Robert Lewandowski með þrennu í Der Klassiker

Bayern Munich og Borussia Dortmund áttust við í stórleik helgarinnar í þýska boltanum. Niðurstaðan 4-2 sigur heimamanna, en gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins á fyrstu 10 mínútunum.

Öruggt hjá FH og KA í Lengjubikarnum

FH vann sannfærandi 4-0 sigur þegar Þór frá Akureyri kom í heimsókn í Skessuna í Hafnarfirði í 2.riðli Lengjubikars karla. KA heimsótti Aftureldingu á Fagverksvöllin og fóru illa með heimamenn. lokatölur 1-7, gestunum í vil.

Enn tapar Le Havre

Íslendingalið Le Havre tapaði enn einum leiknum í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Að þessu sinni á útivelli gegn Fleury 91.

HK kom til baka og Kefla­vík lagði ÍBV

Tveimur leikjum er nú lokið í Lengjubikar karla og kvenna. HK kom til baka og nældi í 2-2 jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals. í kvennaflokki unnu nýliðar Keflavíkur 2-1 sigur á ÍBV.

Heyrði fyrst af áhuga Bayern eftir stærðfræðipróf í háskólanum

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fékk sannkallaða draumabyrjun með þýska stórliðinu Bayern München í fyrradag. Hún kann afar vel við sig hjá liðinu og er búin að koma sér vel fyrir í München þótt hún viðurkenni að það hafi verið krefjandi að flytja að heiman og til stórborgarinnar.

Er Mane að forðast vítin því Salah tekur þau?

Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool og nú spekingur, er með áhugaverða kenningu um framherjamálin hjá Liverpool. Liverpool tapaði fimmta heimaleiknum í röð, er liðið tapaði 0-1 gegn Chelsea á Anfield í kvöld.

„Verðirnir eru búnir að læra að halda kjafti“

Það fauk í Niels Frederiksen, þjálfara Brøndby, eftir leik gegn FC Nordsjælland í síðasta mánuði. Brøndby er meðal annars að berjast við FC Midtjylland á toppi deildarinnar og verðirnir á heimavelli FC Nordsjælland sögðu leikmönnum Brøndby að Midtjylland hefði tapað rétt fyrir leik Bröndby og Nordsjælland.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.