Fleiri fréttir

Stelpurnar náðu í stig gegn silfurliði EM

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli gegn silfurliðinu frá EM síðasta sumar i fyrsta leik liðsins á Algarve mótinu í Portúgal.

Breytingar á keppnum UEFA gætu skilað íslensku félögunum meiri pening

Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti í gær breytingar á fyrirkomulagi liðsskipan í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildarinnar. Helstu breytingarnar eru þær að fjórar sterkustu deildir Evrópu eru öruggar með fjögur lið inn í Meistaradeildina og litlu liðin þurfa að fara í gegnum fleiri leiki til að ná sæti. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, telur breytingarnar geta leitt af sér meiri tekjumöguleika fyrir íslensk félög.

Jafntefli í danska botnslagnum

Botnlið dönsku úrvalsdeildarinnar Randers og Helsingor mættust í mikilvægum leik í kvöld sem endaði með markalausu jafntefli.

Juventus í bikarúrslitin

Juventus keppir til úrslita í ítölsku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á Atalanta í seinni leiki liðanna í undanúrslitunum.

Óttar Magnús lánaður til Trelleborg

Unglingalandsliðsmaðurinn Óttar Magnús Karlsson skipti um félag í morgun er hann var lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Trelleborg.

Var kærður en ætlar ekki að taka niður slaufuna

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að að taka niður gulu slaufuna þrátt fyrir að hafa verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ólöglegan klæðaburð.

Mane: Getum unnið öll lið í heiminum

Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins elski að spila saman. Mane segir einnig að á góðum degi geti liðið unnið öll lið í heiminum, slíkur sé andinn í félaginu eftir nokkur mögur ár.

Svanirnir í átta liða úrslit í fyrsta skipti í 54 ár

Swansea er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir að liðið marði 2-0 sigur á Sheffield Wednesday í endurteknum leik liðanna í Wales í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1964 sem Svanirnir fara í átta liða úrslit.

Reading fjórum stigum frá fallsæti eftir tap

Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Reading sem mistókst að vinna fimmta leikinn í röð er liðið tapaði 3-1 fyrir Sheffield United á heimavelli í kvöld.

Kjartan til bjargar á elleftu stundu

Kjartan Henry Finnbogason kom Horsens til bjargar á elleftu stundu gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Neymar brotinn og missir væntanlega af Real-leiknum

Maðurinn sem var keyptur til að koma Paris Saint Germain alla leið í Meistaradeildinni verður nær örugglega ekki með liðinu í seinna leiknum á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum keppninnar í ár.

Wilshere brjálaður út í Pawson dómara

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, segir að það sé erfitt að sætta sig við nokkrar ákvarðanir Craig Pawson, dómara, í úrslitaleik Arsenal og Man. City í fyrradag.

Birkir Már: Erum að leita í Noregi og Svíþjóð

Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, er ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út til Skandinavíu á láni í rúman mánuð áður en Pepsi-deildin hefst í lok apríl.

Heimir við Messi: „Ekki reyna of mikið á þig“

Twitter-síða heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi 2018 birti ansi skemmtilegt myndbrot af landsliðsþjálfara Íslands, Heimi Hallgrímssyni, tala um fyrsta leik Íslands á mótinu.

Buffon tekur fram landsliðshanskana

Gianluigi Buffon gæti tekið landsliðshanskana aftur af hillunni því bráðabirgðastjóri ítalska landsliðsins sannfærði hann að ferillinn gæti ekki endað með Svíaleiknum.

FH fær risa frá Kína

Varnarmaðurinn Edigeison Gomes D'Almeida, eða bara Eddi Gomes, hefur fengið félagaskipti í FH frá liði í Kína.

Sjá næstu 50 fréttir