Fleiri fréttir

Kinnear hættur hjá Newcastle

Stuðningsmenn Newcastle fagna sjálfsagt þeim fregnum að Joe Kinnear sé nú hættur störfum sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

John Terry: "Sýndum að City er ekki ósigrandi“

"Sigurinn er afar mikilvægur. City hefur tekið á móti öðrum liðum hérna, slátrað þeim og skorað að vild,“ sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, eftir 1-0 sigur liðsins á Manchester City í toppslagnum á Etihad leikvanginum í kvöld.

Chelsea hafði betur í stórslagnum á Etihad

Manchester City hafði skorað í 61 leik í röð þegar lærisveinar Jose Mourinho í Chelsea mættu í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eins og svo oft áður höfðu liðsmenn Portúgalans betur í stórleiknum, nú 1-0.

Fleiri leikmenn Manchester United vilja komast burt

Brasilíumaðurinn Anderson, sem er í láni hjá Fiorentina frá Englandsmeisturum Manchester United, telur marga liðsfélaga sína hjá síðarnefnda liðinu vera í leit að nýrri áskorun.

Brottvísun Carroll mótmælt

West Ham hefur látið enska knattspyrnusambandið vita að félagið hafi í hyggju að áfrýja rauða spjaldinu sem Andy Carroll fékk í leik liðsins gegn Swansea um helgina.

Alfreð sá eini með tvö tuttugu marka tímabil

Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að eiga tvö tuttugu marka tímabil þegar hann skoraði sitt tuttugasta mark í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.

Bayern bætti met Arsenal í dag

Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í dag með 5-0 stórsigri á Eintracht Frankfurt á Allianz-Arena í München.

Juventus sigraði Ítalíuslaginn

Juventus sýndi yfirburði sína í öruggum sigri á heimavelli gegn Inter í ítölsku deildinni í kvöld. Juventus náði þriggja marka forskoti eftir klukkutíma leik en leikmenn Inter náðu að klóra í bakkan þegar korter var til leiksloka.

Cavani frá næstu vikurnar

Edison Cavani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn og leikmaður PSG í Frakklandi meiddist í 2-0 sigri PSG gegn Bordeaux á föstudaginn. Niðurstöður læknisskoðunar hafa leitt í ljós að Cavani verði frá að minnsta kosti í þrjár vikur.

Zulte-Waregem nældi í stig á lokamínútum leiksins

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem nældu í stig á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni í dag. Jöfnunarmark Waregem kom þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Belenenses vann mikilvægan sigur

Helgi Valur Daníelsson, Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í Belenenses unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Braga í portúgölsku deildinni í fótbolta í kvöld. Með sigrinum er Belenenses komið með 15 stig í 17 leikjum, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Ekkert hik á Bayern Munchen

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir það að Bayern Munchen vinni þýska titilinn annað árið í röð, eftir 19 leiki er liðið með þrettán stiga forskot á Leverkusen í öðru sæti.

Atlético með þriggja stiga forskot á toppnum

Atlético Madrid slátraði Real Sociedad 4-0 á Vicente Calderon í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Atlético sem komst í toppsæti spænsku úrvalsdeildarinnar hefur nú ekki tapað leik síðan 19. október síðastliðinn og ætla liðsmenn Atlético greinilega að taka þátt í baráttunni um titilinn.

Rodgers: Ætla ekki að kenna Toure um þetta

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool var ósáttur að fara frá The Hawthorns með aðeins eitt stig eftir 1-1 jafntefli Liverpool gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Emil byrjaði í sigurleik

Emil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona í 2-1 sigri Verona gegn Sassuolo í ítölsku deildinni í dag.

Oxlade-Chamberlain skaut Arsenal á toppinn

Alex Oxlade-Chamberlain var hetja Arsenal í 2-0 sigri á Crystal Palace á Emirates-vellinum í dag. Oxlade-Chamberlain skoraði bæði mörk Arsenal og tryggði skyttunum stigin þrjú.

Alfreð ósáttur með forráðamenn Heerenveen

Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen og íslenska landsliðsins er óánægður með forráðamenn Heerenveen eftir að liðið hafnaði tilboði frá Fulham í félagsskiptaglugganum.

Kolbeinn sat á bekknum í jafnteflisleik

Kolbeinn Sigþórsson sat á varamannabekk Ajax allan leikinn í 1-1 jafntefli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Ajax er með tveggja stiga forskot á Vitesse á toppi deildarinnar eftir leikinn.

Mourinho: Meistaradeildin er stóra prófið fyrir City

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea hóf sálfræðistríðið fyrir leik liðsins gegn Manchester City á mánudaginn á blaðamannafundi í vikunni. Með sigri geta lærisveinar Mourinho komist upp fyrir City í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo sá rautt í jafntefli

Cristiano Ronaldo fékk beint rautt spjald í 1-1 jafntefli Real Madrid gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Liverpool missteig sig á The Hawthorns

Skelfileg mistök Kolo Toure kostuðu Liverpool stigin þrjú í 1-1 jafntefli Liverpool gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag á The Hawthorns. Liverpool er sex stigum frá toppliði Manchester City eftir leikinn en toppliðin þrjú eiga leik til góða.

Eiður Smári skoraði í sigri Club Brugge

Eiður Smári Guðjohnsen var mikilvægur fyrir Club Brugge í kvöld þegar hann kom inná sem varamaður og skoraði fyrsta mark liðsins í 2-1 heimasigri á Mons í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Stjörnumenn endurheimta Arnar Má

Arnar Már Björgvinsson er á leiðinni heim í Garðabæinn en þessi 23 ára framherji hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Kallström meiddist illa á baki á fyrstu æfingu

Það er óhætt að kalla þetta matraðarbyrjun en Kim Kallström, nýr leikmaður Arsenal, meiddist illa á sinni fyrstu æfingu með félaginu í dag og gæti verið frá í tvo til þrjá mánuði.

Fyrsti sigur Stoke á Manchester United síðan 1984

Stoke City endaði þriggja leikja taphrinu og vann sinn fyrsta deildarsigur síðan fyrir jól þegar liðið vann 2-1 sigur á Manchester United á Britania-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sunderland vann þriðja sigurinn í röð á Newcastle

Fabio Borini, lánsmaður frá Liverpool, skoraði eitt og lagði upp annað þegar Sunderland vann 3-0 útisigur á nágrönnunum í Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á St James' Park í dag. Adam Johnson var einnig áfram á skotskónum hjá Newcastle.

Fyrrum þjálfari Evrópumeistaraliðs Spánverja látinn

Luis Aragones, sá sem gerði Spánverja að Evrópumeisturum árið 2008, lést í nótt 75 ára að aldri. Mögnuð sigurganga spænska landsliðsins í fótbolta hófst með þessum sigri á EM í Austurríki og Sviss

Eigandinn stoppaði kaupin hjá Liverpool

Liverpool tókst ekki að ganga frá kaupunum á Úkraínumanninum Yevhen Konoplyanka á lokadegi félagsskiptagluggans í gær og það þrátt fyrir að mikill áhugi væri bæði hjá Liverpool og leikmanninum sjálfum.

Staðfesta að háum upphæðum var veðjað á Þórsleikinn

Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar.

Sjá næstu 50 fréttir