Fleiri fréttir

Ekki náð að spila 90 góðar mínútur á þessu ári

Sigurður Ragnar Eyjólfsson veit það best allra að íslenska kvennalandsliðið þarf að spila góðan leik á móti Noregi í kvöld ætli liðið að ná í öll þrjú stigin og fá draumabyrjun á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð.

Thiago keyptur eða enginn

Bayern München er komið í kapphlaup við Manchester United um spænska miðjumanninn Thiago Alcantara. Pep Guardiola, þjálfari Bæjara, vill þann spænska til Þýskalands.

Ég býð þær bara velkomnar á minn hátt

Sif Atladóttir hefur misst talsvert úr undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð vegna meiðsla en hún var með á síðustu æfingunum fyrir Noregsleikinn og er klár í slaginn í kvöld.

Leikmenn bjóða hættunni heim með hrindingum

Mikið hefur verið rætt um brottvísun Eyjamannsins Aarons Spear í bikarleik gegn KR á sunnudaginn. Þá ýtti Spear við Gunnari Þór Gunnarssyni, leikmanni KR, sem féll til jarðar með tilþrifum.

Verður bara sætara að klára þetta í Færeyjum

Breiðablik, ÍBV og KR verða í eldlínunni ytra í undankeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Blikar eru í vænni stöðu eftir fyrri leik sinn en Eyjamanna og KR-inga bíða erfið verkefni. Möguleiki á einstöku kvöldi í Evrópukeppni er fyrir hendi.

Hef beðið eftir þessum leik í fjögur ár

Fyrir fjórum árum fór kvennalandslið Íslands á sitt fyrsta stórmót. Síðan hafa þær margar talað um að þær geti ekki beðið eftir að fá annað tækifæri. Það kemur í kvöld þegar Ísland mætir Noregi á EM í Svíþjóð.

Verður stríðsástand í Kalmar

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er ekki að fara að spila fyrsta leikinn við Noreg á ferlinum. Hún er með það á hreinu hvað íslenska liðið þarf að gera í Kalmar í kvöld.

Eitt stig væri enginn heimsendir

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari segir það greinilegt á æfingum liðsins að það ætla margar sér að vera í hópi þeirra ellefu sem byrja á móti Noregi í kvöld.

Sigurwin er nýja lukkudýr íslensku stelpnanna

Það styttist óðum í fyrsta leik íslensku stelpnanna á EM kvenna í fótbolta sem hófst með leikjum í A-riðli í dag. Á morgun er síðan komið að B-riðlinum þar sem íslenska liðið er í eldlínunni.

Eurovision-Eric syngur mótslagið

Svíar eru þekktir fyrir að gera góða hluti í vinsældarpoppinu og þeir bjóða að sjálfsögðu upp á grípandi mótslag sem á örugglega eftir að hljóma oft á leikjum keppninnar.

Glentoran biður um stuðning fyrir leikinn gegn KR

Norður-írska knattspyrnuliðið Glentoran leggur allt undir fyrir síðari leik liðsins gegn KR í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar annað kvöld en liðið kallar eftir stuðningi aðdáenda félagsins.

Vítabaninn vissi ekkert um vítaskyttur Svía

Stina Lykke Petersen, markvörður Dana, gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Svía í 1-1 jafntefli þjóðanna í A-riðli á EM kvennalandsliða í knattspyrnu í kvöld.

Markalaust í fyrsta leiknum

Ítalía og Finnland gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem nú fer fram í Svíþjóð.

Lítil pressa á okkur

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, segir íslensku stelpurnar ekki að láta slæmt gengi í undanförnum leikjum trufla sig í leiknum á móti Noregi á morgun.

Pellegrini segir City vanta framherja

"Við erum með tvo framherja og þurfum einn til viðbótar. Við þurfum að vera með afar sterkan hóp," sagði Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri Manchester City á blaðamannafundi í dag.

Hrinti dómara og hættir

Brasilíumaðurinn Leonardo ætlar að hætta sem íþróttastjóri Paris Saint-Germain þegar félagaskiptaglugganum verður lokað mánaðarmótin ágúst-september.

Ingvar missir af stórleiknum

Stjarnan og FH mætast annað kvöld í stórleik 11. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Garðabæ.

Allar 23 luku æfingunni í gær

Íslenska kvennalandsliðið æfði á gamla heimavelli Kalmar FF í gær og þetta var tímamótaæfing í undirbúningi liðsins því allir 23 leikmenn hópsins tóku fullan þátt í æfingunni.

Orðaleikur stelpnanna hafinn

Evrópumeistaramótið í Svíþjóð hefst í dag en Ísland hefur leik á morgun. Katrín Ómarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir verða í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu á EM, innan sem utan vallar. En hvor þeirra er aðalprakkarinn í íslenska landsliðshópnum?

Markmannsstaðan ekkert vandamál

Þóra Björg Helgadóttir æfði á fullu með íslenska kvennalandsliðinu í gær en hún er að koma til baka eftir tognun í læri. "Ég ræð engu um þetta,“ segir hún.

146 mörk í tveimur leikjum

Fjögur lið hafa verið rekin úr keppni af nígeríska knattspyrnusambandinu fyrir að hagræða úrslitum leikja.

Rooney þarf ást og væntumþykju

Michael Owen telur sig vita vandamálið sem hefur verið að hrjá Wayne Rooney, leikmann Manchester United, að undanförnu.

Það má ekki ljúga

"Þeir buðu mér samning en ég kom með gagntilboð sem þeir gátu ekki samþykkt. Við náðum því ekki samkomulagi. Þeir mega ekki ljúga."

Þetta er frekar dapurlegt

"Okkur KR-ingum finnst þetta frekar dapurlegt,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, um pistil Páls Magnússonar útvarpsstjóra í dag.

Myndi þiggja sömu úrslit og 2009

"Við unnum þann leik þannig að ég myndi alveg þiggja sömu úrslit," segir Finnur Orri Margeirsson fyrirliði Breiðabliks.

Lykilmenn Íslands að mati UEFA

Hitað er upp fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu á heimasíðu UEFA. Í dag er riðill Íslands til umfjöllunar.

Upphitunin var frá Vestmannaeyjum

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og aðstoðarmaður íslenska kvennalandsliðsins á EM í Svíþjóð, sá um upphitun liðsins á æfingunni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir