Fótbolti

Von á skrýtnum orðum í viðtölunum

Óskar Ófeigur Jónsson í Kalmar skrifar
Sigurður Ragnar og stelpurnar í banastuði í Kalmar í dag.
Sigurður Ragnar og stelpurnar í banastuði í Kalmar í dag. Mynd/ÓskarÓ
Að sjálfsögðu er margt gert til þess að létta liðsandann innan íslenska kvennalandsliðshópsins í knattspyrnu.

Blaðamaður Vísis gat ekki heyrt betur í dag en að von væri á skemmtilegum orðaleik í viðtölum stelpnanna í fjölmiðlum á meðan Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð stendur.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Noregi í fyrsta leik sínum á fimmtudaginn en síðan bíðan leikir við Þýskaland og Holland í baráttu liðsins um að komast upp úr riðlinum og í átta liða úrslitin.

Stelpurnar virtust vera að leggja á ráðin þegar landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson kallaði hópinn saman fyrir æfingu liðsins í dag. Hluti liðsins var þá búin að fara í viðtöl meðal annars við norska sjónvarpið, sænska sjónvarpið og heimasíðu UEFA.

Nú er bara að hlusta vel eftir skrýtnum orðum þegar stelpurnar standa fyrir framan myndavélarnar á meðan mótinu stendur. Það fylgir reyndar ekki sögunni um hvort leikmönnum verði refsað fyrir að nota ekki orð dagsins eða þá hvort verðlaun bíði þeirra sem koma orði dagsins í fjölmiðlana.

Eitt er öruggt að stelpurnar munu hafa gaman af og þar með er markmiðinu náð.


Tengdar fréttir

Sif og Þóra báðar með á æfingu í dag

"Ég verð prófuð í dag og ég á erfitt með að svara þessu eins og er," sagði Þóra Björg Helgadóttir aðspurð um stöðuna fyrir æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Kalmar í Svíþjóð í dag.

Kaffið klárt hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Svíþjóðar en liðið mætir Noregi í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Kalmar á fimmtudag.

Upphitunin var frá Vestmannaeyjum

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins og aðstoðarmaður íslenska kvennalandsliðsins á EM í Svíþjóð, sá um upphitun liðsins á æfingunni í dag.

Lykilmenn Íslands að mati UEFA

Hitað er upp fyrir Evrópumót kvennalandsliða í knattspyrnu á heimasíðu UEFA. Í dag er riðill Íslands til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×